Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

07.01.2014 23:10

lengjubikarinn 2014

Mótanefnd KSÍ er búin að draga í riðla fyrir Lengjubikarinn 2014. Eins og undanfarin ár eru liðin í Pepsídeildinni og 1.deildinni dregin saman í 3 riðla A deildar. Siðan eru líka til B deild, C deild og D deild. Víkingur Ó verður í A deildinni í vetur á meðan 3.deildarlið Grundarfjarðar og 4.deildarlið Snæfells munu spila í C deildinni.

Það eru átta lið í riðlinum. Þau eru Haukar, KV, Selfoss, ÍBV, Valur, Víkingur R, Stjarnan og Víkingur Ó.

Fyrsti leikur Víkings Ó verður leikinn laugardaginn 15.febrúar kl.16.00 í Akraneshöllinni og mótherjinn verður 1.deildarlið Selfoss. Selfoss líkt og Víkingur Ó hefur fengið smjörþefinn af Pepsídeildinni og mun þetta örugglega verða skemmtilegur leikur. Þetta verður í 3ja sinn sem liðin mætast í Lengjubikarnum. Báðir leikirnir sem liðin hafa spilað hafa endað með jafnteflli.

Næsti leikur Víking Ó verður í Egilshöllinni 23.febrúar gegn Pepsídeildarliði Vals sem eins og allir eiga vita er undir stjórn Ólsarans Magga Gylfa. Þetta er áhugaverður leikur fyrir mig þar sem liðin mín tvö munu mætast. Valur og Víkingur Ó hafa tvisvar sinnum áður mæst í Lengjubikarnum og hefur Valur haft betur í bæði skiptin.

Þriðji leikur Víkings Ó verður í Akraneshöllinni laugardaginn 8.mars kl. 16.00. Mótherjinn verður Pepsídeildarlið ÍBV. Ekki í fyrsta sinn sem Víkingur Ó og ÍBV mætast í Lengjubikarsleik. Liðin hafa ótrúlega oft lent saman í riðli. Þetta verður í 5.skipti og ÍBV er það lið sem Víkingur Ó hefur mætt langoftast í Lengjubikarnum.

Leikur númer 4 verður gegn nöfnum okkar og nýliðunum í Pepsídeildinni, Víking R. í Akraneshöllinni laugardaginn 15.mars kl. 16.00. Þetta verður í annað sinn sem liðin mætast í Lengjubikarnum. Fyrri leikinn vann Víkingur R, 3-0.

Fimmta viðureignin verður á Schenkervellinum sem er gervigrasvöllurinn að Ásvöllum í Hafnarfirð laugardaginn 22.mars kl. 14.00. Mótherjinn verður 1.deildarklúbbur Hauka. Við höfum tvisvar sinnum spilað við þá í Lengjubikarnum og unnið annan leikinn og hinn endaði með jafntefli.

Næst síðasti leikurinn í riðlinum verður gegn nýliðunum í 1.deildinni KV úr vesturbæ Reykjavíkur. Leikurinn gegn þeim verður í Akraneshöllinni sunnudaginn 30.mars kl. 18.00. Víkingur Ó og KV hafa aldrei mæst áður í Lengjubikarnum en voru saman í 2.deildinni árið 2010 og þá vann Víkingur Ó báða leikina og þann fyrri naumlega.

Lokaleikurinn í riðlinum verður síðan gegn Pepsídeildarliði Stjörnunnar. Leikurinn fer fram á Samsungvellinum (heimavelli Stjörnunnar) föstudaginn 11.apríl kl. 19.00.

Síðasta vetur komst Víkingur Ó í undanúrslit Lengjubikarsins og er það besti árangur félagsins í þeirri keppni.

Helgi Kristjánsson

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52