Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

20.11.2013 14:53

Íslandsmótið í futsal

Víkingar hófu titilvörn sína í Íslandsmótinu í Futsal um helgina þegar fyrri umferð B-riðils var leikinn í Ólafsvík um helgina. Í riðlinum eru auk Víkings, sameiginlegt lið Grundarfjarðar og Kára frá Akranesi, Snæfell, Skallagrímur og sameiginleg lið Kormáks frá Hvammstanga og Hvatar frá Blönduósi.

Futsal 2013 2014Í fyrsta leik dagsins báru okkar menn sigurorð af nágrönnum sínum í Grundarfirði/Kára 6-1 eftir að gestirnir höfðu komist yfir. Í næsta leik sigruðu Víkingar spræka Skallagrímsmenn þar sem strákarnir áttu í nokkrum vandræðum með að brjóta Borgnesinga á bak aftur. Í fjórða leik unnu Víkingar öruggan sigur á Snæfelli 4-0 og í þeim síðasta gjörsigruðu strákarnir ungt lið Kormáks/Hvatar 14-0.

Víkingar fóru því næsta auðveldlega í gegnum fyrri umferðina með fullt hús stiga en sameiginlegt lið Grundarfjarðar/Kára fylgir þeim fast á eftir með 9 stig í 2. sæti. Seinni umferð riðlakeppninnar fer fram á Akranesi þann 7. desember næstkomandi.

STAÐAN Í RIÐLINUM:

Futsal Staðan 20132014

ÚRSLIT EFTIR FYRRI UMFERÐ:

1. Víkingur Ó. - Grundarfjörður/Kári | 6-1

2.  Snæfell - Kormákur/Hvöt  | 1-3

3. Skallagrímur - Víkingur Ó. |  1-5

4. Grundarfjörður/Kári - Snæfell |  6-2

5. Kormákur/Hvöt - Skallagrímur |  1-0

6. Snæfell - Víkingur Ó. |  0-4

7. Grundarfjörður/Kári - Skallagrímur |  5-0

8. Víkingur Ó. - Kormákur/Hvöt | 14-0

9. Skallagrímur - Snæfell  | 1-2

10. Kormákur/Hvöt - Grundarfjörður/Kári  | 1-6

Mynd með frétt: Alfons FinnssonHSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2494
Gestir í dag: 154
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301221
Samtals gestir: 253925
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:45:36
Flettingar í dag: 2494
Gestir í dag: 154
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301221
Samtals gestir: 253925
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:45:36