Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

15.11.2013 12:38

Snæfell vann ÍR

14.11.2013 21:38 nonni@karfan.is
Liðin í 8. og 9. sæti Domino's deildarinnar mættust í kvöld, þegar ÍR og Snæfellingar áttust við í Hertz Hellinum í Breiðholti. Hinn nýlenti Calvin Henry lék sinn fyrsta leik fyrir ÍR. Þeir bláklæddu höfðu sagt upp samningi sínum við Terry Leake Jr. Henry útskrifaðist úr Mercer háskólanum 2010 en þar var hann með 10.5 stig, 6.6 fráköst og 2.6 varin skot á lokaárinu. Áður en för hans var heitið til Íslands hafði hann meðal annars spilað í Þýskalandi og Ástralíu eins og sagði í umfjöllun Karfan.is í dag.
 
 
Heimamenn í ÍR voru greinilega að þreyfa fyrir sér með nýja manninn og byrjuðu ágætlega, en Jón Ólafur Jónsson og Vance Cooksey voru aktívir í bæði vörn og sókn fyrir Snæfell, sem komust í vænlega forystu um miðjan fyrsta leikhluta. Voru þeir félagar eldheitir í þristunum og trekk í trekk söng svoleiðis í netinu að netagerðarmenn Hampiðjunnar voru tilbúnir við útkallssímann. Jón setti svo einn eldknött niður rétt áður en flautan gall og sjálfsöryggið var á háflugi er hann kom Snæfelli í 15 stiga forskot.
 
 
Flugeldasýning gestanna hélt áfram í upphafi annars leikhluta og rufur 20 stiga munmúrinn eftir tæplega mínútna leik, en ÍR virtust þurfa að kalla út lásasmið því aðgengi að körfunni þeirra megin var harðlæst að því er virtist og um leið hafa samband við slökkvilið Reykjavíkur, þar sem andstæðingarnir voru við það að kveikja í Hellinum. Einnig hjálpaði pressuvörn Snæfells með að halda heimamönnum frá því að skora, en gestirnir gáfu ekkert eftir þó svo að forskotið stækkaði hratt. ÖLL skot Snæfells fóru niður að því er virtist, en um miðbik leikhlutans voru þeir með 73% skotnýtingu og 90% úr þristum. 9 þristar niður af 10 og átti Jón Ólafur 6 af þeim úr 6 tilraunum.
 
 
Inngjöf Snæfells hélt áfram, þrátt fyrir tilraun heimamanna til að komast inn í leikinn á ný. Títtnefndur Jón Ólafur setti niður enn einn þristinn og var í 100% þar til eftir tæplega 4 mínútna leik í þriðja leikhluta þegar hann missti marks. Snæfellingar tóku leikhlé upp úr miðjum leikhlutanum, en ÍR höfðu þá krafsað sig aðeins upp úr holunni sem þeir voru búnir að grafa sig í, með Snæfell skjótandi hverju fallbyssuskotinu á eftir öðru "on target". Forystan var komin úr 29 stigum í 19 á skömmum tíma og mátti sjá á Sveinbirni Cleassen að vonin var ekki úti hjá ÍR þó lítil væri.
 
 
Fjórði leikhlutinn var þó eins og í stefndi. Aðeins formsatriði. Forskot Snæfells jókst á ný og komst yfir 30 stigin undir lok leiks. Dómarar leiksins misstu loks tökin á annars andvana leiknum í leikhlutanum eftir að hafa dæmt svolítið út í loftið mest allan leikinn, á báða vegu en þó meira á kostnað ÍR-inga. Pirringurinn og svekkelsi yfir ójafnræði í dómum var svo að Sveinbjörn missti stjórn á skapi sínu og var vísað af velli. Ráðaleysi dómaranna og furðulegir dómar virtust ergja menn beggja liða en þó mest stuðningsmenn Breiðhyltinga.
 
 
Lokatölur 77-110 fyrir Snæfelli, þar sem þeir félagar Cooksey og Jón Ólafur voru með 30 stigin hvor og Jón með 8 af 9 þristum niður ásamt 9 fráköstum og 2 stolna bolta. Cooksey var þar að auki með 7 stoðsendingar.
 
 
Atkvæðamestur hjá ÍR var Sveinbjörn með 22 stig og 4 fráköst en nýi maðurinn, Calvin Henry, endaði með 18 stig og 7 fráköst. Matthías Orri Sigurðarson var einnig með 18 stig og 5 stoðsendingar.
  
 
Umfjöllun/ Arnar Freyr Böðvarsson

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 1981
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292454
Samtals gestir: 253526
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:10:10
Flettingar í dag: 1981
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292454
Samtals gestir: 253526
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:10:10