Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

15.11.2013 12:34

Silfurmót ÍR

Metþátttaka í Silfurleikunum um helgina
Eitt fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins verður í Laugardalshöll um helgina, en ÍR minnist silfurverðlauna Vilhjálms Einarssonar á Ólympíuleikunum með glæsilegu barna- og unglingamóti ár hvert, en þetta er í 18 sinn sem þetta mót er haldið. Metþátttaka er í mótinu að þessu sinni, en 730 keppendur eru skráðir til leiks frá 29 félögum. Skráningar eru alls 2175. Þessi mikla þátttaka sýnir að frjálsíþróttir eru greinilega í sókn, en fyrra aðsóknarmet var 2012.

HSH á 8 keppendur á mótinu

Leikskrá mótsins er hér
 
Nánari upplýsingar um mótið:
 
1. Tímaseðill mótsins stendur að mestu eins og drög gera ráð fyrir en þó má búast við örlitlum breytingum. Nýr tímaseðill verður birtur á mótaforritinu og sendur út eigi síðar en kl. 18.00 í dag, föstudag.
 
2. Nafnakall verður viðhaft á sérstöku nafnakallssvæði sem staðsett verður í suðvesetur horni salarins (þar sem kastbúrið er) 
Í hlaupagreinum eru menn beðnir að merkja við þá sem ætla að hlaupa eigi síðar en klukkustund fyrir hlaup. Riðlar verða hengdir upp 20 mín. fyrir hlaup. Þessi tímamörk gilda þó ekki í fyrstu hlaupagrein dagsins þar sem húsið opnar ekki fyrr en kl. 8.00. 
 
Í tæknigreinum þurfa menn að vera búnir að láta merkja við sig 30 mín fyrir grein.
 
3. Mótaforritið á mjög erfitt með að anna svona fjölmennu móti. Það er opið núna og verður opið fram að móti en á meðan á mótinu stendur verður mótaforritið ekki aðgengilegt nema þeim sem eru að vinna í úrslitavinnslu. Það verður því miður ekki hægt að fylgjast með úrslitum á netinu. Við munum kappkosta að hengja úrslitin upp eins fljótt og frekast er unnt.
 
4. Meðfylgjandi er leikskrá mótsins eins og hún lítur út núna.
 
5. Upphitunarsvæði verður utan hringbrautar sunnan megin í húsinu. Þetta svæði er einungis ætlað keppendum og þjálfurum.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10