Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

08.11.2013 14:25

Öruggt hjá Snæfellsstúlkum gegn Grindavík

06.11.2013 23:47 nonni@karfan.is
 
Snæfellsstúlkur lokuðu leiðunum í upphafi leiks þegar Grindavík kom í heimsókn í Domino´s deild kvenna og voru yfir 8-0 eftir fjögurra mínútna leik. Vörn Snæfells var sterk og Grindavík áttu erfitt með að ná góðum skotum. Gestirnir náðu að rétta við sinn sóknarleik og nálguðust Snæfell 12-10 með stórum skotum frá Ingibjörgu og Pálínu. Staðan var 23-14 eftir fyrsta hluta fyrir Snæfell sem áttu ágætan sprett undir lok hans.
 
 
 
Leikurinn varð allur þyngri í öðrum hluta og lítið skorað og meira puðað en Snæfell hélt sér aðeins frá Grindavík þegar takturinn var kominn í liðin 31-21 og voru aðallega að ná að keyra vel inn í sóknum sínum. Tögl og haldir eru orð sem notast mætti við um leik heimastúlkna í fyrri hálfleik en Chynna, Hildur BJörg, Hildur Sigurðar og Guðrún Gróa voru að spila frábærlega en Guðrún Gróa gerði það að verkum að leikstjórnendur Grindavíkur komu engu í verk. Helga Hjördís toppaði svo fyrri hálfleikinn með þrist á flautunni og Snæfell yfir 45-28.
 
 
Chynna Brown var komin með 19 stig, 6 fráköst og 3 stolna og næst var Hildur Björg með 8 stig og 5 fráköst. Lítið hafði gengið hjá Grindavík sem voru alls með 8/16 í tveggja stig skotum gegn 16/37 Snæfells og fengu ekki mörg tækifæri til að skjóta nema mörg þvinguð stór skot og voru 2/14 í þristum. Lauren Oosdyke og Ingibjörg Jakobs voru komnar með 7 stig hvor.
 
 
Snæfell hóf seinni hálfleikinn af krafti og hreinlega átu Grindavík með varnaleik sínum komust í 54-30 strax í upphafi og allt sem sett var upp Grindavíkur megin hreinlega gekk á afturfótunum og Lauren Oosdyke fékk tæknivillu þrátt fyrir að hafa klárað skot ofan í. Grindavík náði ekki að halda í Snæfell í þriðja hluta og freista þess að minnka muninn og áttu í töluverðu basli með leik sinn og drógust bara meira aftur úr. Snæfell hins vegar yfir 62-39 fyrir lokafjórðungin.
 
 
Fjórði hluti var jafnari og fleiri leikmenn komu af bekkjum beggja liða en lítið var að gert að Snæfell ætti þennan leik skuldlaust og var nánast flest í leik þeirra að smella og þá sérstaklega varnarlega. Í Grindavíkurliðinu býr mikið meira en þær sýndu í þessum leik en þær mættu ofjörlum sínum í dag og endaði leikurinn 85-55 fyrir Snæfell.
 
 
 
Snæfell: Chynna Brown 26/9 frák/ 4 stoðs. Hildur Sigurðardóttir 17/5 frák/7 stoðs. Hildir Björg 12/14 frák. Hugrún Eva 8/7 frák. Helga Hjördís 7/4 frák. Rebekka Rán 5. Guðrún Gróa 4/ 9 frák. Eva Margrét 4/4 frák. Aníta Rún 2. Edda Bára 0.
 
 
Grindavík: Lauren Oosdyke 16/10 frák. Pálína Gunnlaugsdóttir 12/7 frák. Ingibjörg Jakobsdóttir 11. María Ben 6/4 frák. Jeanne Sicat 3. Marín Rós 3. Helga Rut 2/4 frák. Jóhanna Rún 2. Hrund Skúladóttir 0. Alda Kristinsdóttir 0. Julia Sicat 0.
 
 
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15
Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15