Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

01.11.2013 13:18

Björn Sólmar áfram með kvennalið Víkings

Stjórn meistaraflokks kvenna framlengdi á dögunum samninginn við þjálfara liðsins Björn Sólmar Valgeirsson. Björn hefur stýrt liðinu frá því það var sett á laggirnar haustið 2012 ásamt því að þjálfa yngriflokka félagsins með góðum árangri. Hann mun því stýra meistaraflokki kvennaliðs Víkings Ólafsvík út næsta keppnistímabil 2014.

Undir stjórn Björns á fyrsta tímabili liðsins enduðu stelpurnar á botni riðilsins með 6 stig. Liðið gerði 3 jafntefli, fyrst gegn ÍR-ingum, næst gegn Tindastóli og síðast gegn Álftanesi. Liðið sigraði BÍ/Bolungarvík á útivelli þann 16. Júní þar sem Freydís Bjarnadóttir skoraði eina mark leiksins.

Björn telur að liðið hafi öðlast mikilvæga reynslu í sumar og það sama megi segja um sig sjálfan:

"Það er óhætt að segja það - við fórum nánast öll inní síðast ár algjörlega reynslulaus, ég þar meðtalinn. Ég held að fólk gerir sér ekki grein fyrir hversu erfitt það er að hoppa út í djúpulaugina einn tveir og þrír. Að sama skapi lærði ég mjög mikið og stelpurnar öðluðust mikilvæga reynslu sem verður ekki tekin af þeim og þær munu byggja á."

Sveinn og BjörnSveinn Elinbergsson og Björn handsala samninginn á dögunum (Mynd: Gunnar Örn)

Hópurinn samanstendur af ungum og efnilegum stelpum sem voru að stíga sín fyrstu skref ásamt miklum reynsluboltum og á því telur Björn hægt að byggja upp og gera betur næsta sumar.

"Við erum náttúrlega með mjög ungan hóp en við fengum nokkrar gamlar til að hjálpa okkur á meðan þessar ungu væru að fá dýrmæta reynslu. Ég hef mikla trú á ungu stelpunum og ef þær eru tilbúnar að leggja á sig þá vinnu sem þarf til að ná lengra þá er sannarlega hægt að byggja upp og sjálfsögðu er stefnan alltaf sú að gera betur og betur."

Liðið lenti í miklum vandræðum með að manna stöðu markmanns í sumar þar sem meiðsli settu stórt strik í reikninginn. Hvernig standa markmannsmálin nú þegar undirbúningstímabilið er rétt að byrja?

"Við vorum virkilega óheppin með meiðsli á markmönnum og notuðum til að mynda 5 markmenn í 16 leikjum sem verður að teljast ótrúlegt. Þar af voru einungis þrír sem við getum í raun kallað markmenn því hinar tvær voru útispilarar. Það var svo sannarlega ekki til að hjálpa ungu liði sem var að spila í fyrsta sinni í alvöru deild en stelpurnar héldu alltaf áfram og fá þær mikið kredit fyrir að missa aldrei trúna á því sem við vorum að gera. Varðandi markmannsmálinn fyrir næsta tímabil þá erum við að vinna í þeim og stefnan er að vera búin að ganga frá því áður en vetrar og vormótin hefjast."

Víkingurol.is þakkar Birni fyrir spjallið og óskar honum velfarnaðar fyrir komandi átök.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52