Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

31.10.2013 14:19

Sigur og tap gegn Haukum30.10.2013 19:54 nonni@karfan.is
Fyrri leik kvöldsins í tvíhöfðanum í Hafnarfirði er lokið. Snæfellskonur sóttu tvö dýr stig í greipar Hauka rétt í þessu en þriðja leikinn í röð var boðið upp á spennuslag í Schenkerhöllinni. Snæfell hefur þar með jafnað Keflavík á toppi deildarinnar
 
 
Í Hafnarfirði fengu Haukakonur síðustu 16 sekúndur leiksins til þess að stela sigrinum en lokaskot Lele Hardy vildi ekki niður og Snæfell fagnaði sigri. Tröllatvenna er fasti hjá Lele Hardy og í kvöld var hún með 27 stig, 23 fráköst og 7 stoðsendingar en hjá Snæfell var Chyanna Brown atkvæðamest með 19 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar.


31.10.2013 00:02 nonni@karfan.is
Það var ágætlega mætt í Schenker-höllina í kvöld þar sem Haukar fengu Snæfellinga í heimsókn í öðru veldi. Kvenfólkið reið á vaðið kl. 18:00 þar sem gestirnir mörðu sigur að lokum. Það var því á herðum karlmannanna að jafna um gestina og eftir tvo flotta sigra Haukamanna í þremur leikjum mátti allt eins búast við því enda höfðu Hólmarar ekki byrjað mótið sannfærandi, aðeins með einn sigur, og það nauman, gegn Sköllum.
 
 
Haukamenn byrjuðu ansi rólega og gestirnir komust í 2-7. Sóknarleikur beggja liða var ekki til fyrirmyndar en heimamenn hresstust mjög er á leið og leiddu 21-17 eftir fyrsta fjórðung.
Annar leikhluti einkenndist af gríðarlegri baráttu sem skilaði samt sem áður engum stigum á töfluna! Vörnin hjá Haukum var loft- og vatnsþétt og Hólmarar litu út fyrir að hafa enga hugmynd um hver tilgangur sóknarleiks væri. Haukar skoruðu reyndar ekki neitt heldur fyrstu 3 mínúturnar eða svo en það var einfaldlega vegna þess að þeir hittu ekki úr annars fínum skotfærum sem þeir bjuggu sér til. Þegar liðin höfðu mjakað örfáum stigum á töfluna ákvað klukkan í húsinu að fara í verkfall í dulitla stund, sem er afar bagalegt og stöðvaði flæði leiksins. Við því máttu Hólmarar alls ekki enda flæðið í leik þeirra svo gott sem ekkert fyrir! Watson og Haukur sýndu lipra takta og héldu heimamönnum í nokkurra stiga forystu en einstaklingsframtak gestanna, einna helst Nonna Mæju, kom í veg fyrir að Haukarnir stingu af. Emil Barja endaði hálfleikinn með því að vaða fram allan völlinn á tæpum 3 sekúndum og setja buzzer-þrist, staðan 42-35 í hálfleik.
 
Þrátt fyrir býsna lélegan leik gestanna tókst þeim að halda í við heimamenn í þriðja leikhluta og má segja að leikurinn hafi verið í nokkuð góðu jafnvægi og liðið skiptust á körfum. Haukar þó alltaf með nokkurra stiga kodda og Emil og Watson áberandi í liði heimamanna. Kristján Pétur kom með ágæta mola fyrir gestina en annars var það einkum Nonni Mæju sem hélt gestunum inn í leiknum. Staðan eftir þriðja leikhluta 64-59 Haukum í vil.
 
Ekki skánaði leikur Snæfellinga í fjórða leikhluta. Vance Cooksey hafði ekki spilað vel í leiknum og var mest í því að tapa boltanum og hlaupa sig í vandræði. Hann tapaði þremur boltum (stattið er ekki sammála af einhverjum ástæðum) á skömmum tíma og Haukar virtust loksins ætla að klára dæmið og komu sér í 11 stiga forskot, 75-64 og fjórar mínútur eftir. En Haukamenn virðast ætla að leggja það í vana sinn að bjóða upp á svolitla spennu á sínum heimavelli, hægðu á leiknum og virtust ekki vilja skora neitt meira. Snæfellingar pressuðu og náðu að naga niður forskotið í 79-77 þegar 40 sekúndur lifðu leiks. Emil Barja tók svo rándýrt sóknarfrákast þegar um 20 sekúndur voru eftir og Snæfellingar urðu að brjóta. Pálmi fékk tækifæri á að jafna með þriggja stiga skoti í blálokin sem geigaði og Emil endaði leikinn með tveimur vítum, góður sigur heimamanna 82-77 í höfn.
 
Haukar halda áfram að gleðja áhangendur sína, og aðra, með flottri spilamennsku. Terrence Watson er algerlega frábær leikmaður, endaði með 31 stig, 13 fráköst og mjög góða nýtingu. Emil Barja virðist ætla að veita Ermolinskij smá samkeppni og lauk leik með 21 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar! Haukur átti einnig fínan leik.
 
Nonni Mæju var helst með lífsmarki hjá gestunum með 25 stig og 9 fráköst en tók þó svolítið skrautleg skot á köflum. Vance Cooksey kom þar á eftir með 13 stig, 7 fráköst sem og stoðsendingar. Nýtingin hins vegar slök og framlag hans ekki ásættanlegt.
 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50