Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

31.10.2013 09:30

Glæsilegt ungt knattspyrnufólk

Uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfsins í fótbolta fór fram laugardaginn 28. september í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur. Allir iðkendur í 6. 7. og 8. flokk fengu gefins bol frá Landsbankanum sem er aðalstyrktaraðili samstarfsins og einnig verðlaunapeninga sem viðurkenningu.

Í 5. flokk karla a-lið fengu viðurkenningar Kristinn Jökull Kristinsson fyrir mestu framfarir og Anel Crnac var valin leikmaður ársins. Í 5. flokk karla b-liða fékk Sindri Snær Matthíasson viðurkenningu fyrir mestu framfarir og leikmaður árnsins var valin Anton Ingi Kjartansson.

Hjá stúlkunum í 5. flokk a-liða var valin leikmaður ársins Fehima Líf Purisevic og viðurkenningu fyrir mestu framfarir Halla Sóley Jónasdóttir. Það var svo Elva Björk Jónsdóttir sem fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir hjá b-liðinu og Tanja Lilja Jónsdóttir sem leikmaður ársins.

Þá var komið að 4. flokk karla en þar fékk Bjartur Bjarmi Barkarson viðurkenningu fyrir mestu framfarir en titilinn leikmaður ársins hlaut Sumarliði Kristmundsson en hann var einnig markahæstur í sínum flokki með 11 mörk.

Hjá stúlkunum í 4. flokk fékk Elísabet Páley Vignisdóttir viðurkenningu fyrir mestu framfarir, leikmaður ársins var Svana Björk Steinarsdóttir og markahæst Alma Jenný Arnarsdóttir með 6 mörk. Í 4. flokk var einnig var 7 manna lið og þar sýndi mestu framfarir Álfheiður Ólafsdóttir og leikmaður ársins var Rebekka Guðjónsdóttir.

Að lokum voru afhentar viðurkenningar hjá 3. flokk karla sem spilaði 7. manna bolta í sumar og gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari. Þar var leikmaður ársins Andri Már Magnason og mestu framfarir sýndi Leó Örn Þrastarson.

Ekki voru veittar viðurkenningar hjá 2. flokk karla að öðru leyti en að Tomasz Weyer fékk viðurkenningu fyrir að vera markahæstur með 5 mörk og verður þeirra uppskeruhátíð haldin síðar.Um verðlaunaafhendinguna sá stjórn samstarfsins ásamt leikmönnum úr Pepsídeildarliði Víkings Ólafsvíkur.

Að afhendingu lokinni fengu iðkendur og aðrir gestir grillaða pylsu, íþróttasvala og ís í boði Samstarfsins.

IMG_3191

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15
Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15