Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

22.10.2013 10:38

Snæfell 76-59 Njarðvík

Snæfell réði ferðinni frá fyrstu mínútu

 Snæfellsstúlkur tóku á móti Njarðvík í Dominos deildinni í dag og byrjuðu leikinn 6-0 og voru að gera Njarðvíkurstúlkum óleik með stífrivörn vörn. Njarðvík gekk illa í varnaleiknum og sprengdi Snæfell hraðann upp í sínum sóknarleik og þær grænklæddu réðu illa við slíkt, Snæfell voru þá komnar í 20-4 með 14-0 kafla og leikhlé dugði ekki til að laga leik Njarðvíkur til nokkurs hlutar. Staðan eftir fyrtsa hluta var 25-12 fyrir heimastúlkur.

 Snæfell byrjaði annan hluta afritað og límt frá þeim fyrri 6-0, 31-12. Nokkuð ljóst í hvað stefndi í leiknum þar sem yfirburðir Snæfells voru algerir á vellinum komnar í 37-14. Vel sást að Hildur Björg er mætt aftur og eignaði sér teiginn og mikill styrkur í  leik Snæfells að fá hana tilbaka en það var svo sem alveg sama hver kom inn á hjá Snæfelli allar gerðu sitt með sóma. Stigaskor beggja liða dreifðist þokkalega á leikmennog staðan í hálfleik 49-25.

Hjá Snæfelli var Chynna Brown komin með 13 stig, 5 fráköst og Hildur Björg 12 stig. Guðrún Gróa var með enn einn varnarsigurinn og var komin með 8 stig og Eva Margrét 7 stig.

Hjá Njarðvík var Jasmine Beverly komin með 8 stig og Aníta Carter 5 stig en mikið vantaði upp á varnaleikinn og baráttu alls liðsins til að gera sér eitthvað í leiknum.

 Það var annað að sjá Njarðvíkurliðið byrja í seinni hálfleik og voru þær einbeittari í sínum aðgerðum inni á vellinum bæði í vörn og sókn. Snæfellsstúlkur þurftu að halda sama dampi til að sigla þann sjó sem þær voru búnar að halda út á þar sem áræðni Njarðvíkur var allt annað í leiknum. Því var þó þannig fyrirkomið í leiknum að erfitt var fyrir Njarðvík að elta uppi þann mun sem hafði myndast og staðan 61-37 fyrir Snæfell. Njarðvík sýndi þó að þær geta barist en það þarf að byrja á fyrstu mínútu leiksins. Heldur fór að halla undan leik þeirra grænklæddu undir lok þriðja fjórðungs og staðan 67-37 fyrir Snæfell.

 Fjórði hlut var eiginlega til þess að spila hann út og klára leikinn en yfirburðir Snæfells í leiknum komu snemma í ljós og ekkert sem kom í veg fyrir stórann sigur í dag í Stykkishólmi og endaði leikurinn 76-59 þar sem stigakor dreifðist vel á leikmenn Snæfells en 5 leikmenn skoruðu yfir 10 stig og næsti leikmaður var með 8 stig þar á eftir. Í liði Njaðrvíkur dreifðist skorið en Jasmine Beverly skoraði 30 stig en næst á eftir var með 6 stig.

Snæfell: Chynna Brown 19/9 frák/9 stoðs/ 4 stolnir. Guðrún Gróa 15/6 frák/4 stolnir boltar. Hildur Björg 12/8 frák. Hildur Sigurðardóttir 11/ 8frák/ 9 stoðs. Eva Margrét 11/6 frák. Hugrún Eva 8. Helga Hjördís 0/4 frák. Rebekka Rán 0. Silja Katrín 0. Aníta Rún 0. Brynhildur Inga 0. Edda Bára 0.

 Njarðvík: Jasmine Beverly 30/ 14 frák. Salbjörg Sævarsdóttir 6/4 frák. Aníta Carter 5/5 frák. Sara Dögg 4. Erna Hákonardóttir 3. Svava Ósk 3. Andrea Björt 2/4 frák. Ásdís Vala 2. Guðbjörg Ósk 2. Guðlaug Björt 2. Elísabet Sigurðardóttir 9. Heiða Valdimarsdórttir 0.

 Símon B. Hjaltalín.  Mynd - Eyþór Ben

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32
Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32