Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

12.10.2013 10:31

Tap hjá Snæfell gegn Þór

Tap í fyrsta heimaleik vetrarins!

Fyrsti leikur Snæfells og Þórs frá Þorlákshöfn orðinn að veruleika í Domino´s deild karla þetta tímabilið. Snæfell sendu Jamarco Warren ekki heim nýverið, heldur héldu honum innan norðvesturkjördæmis og fengu Skagamenna styrk í sitt lið.

 

Liðin voru jöfn á báðum endum vallarins og hittu ekkert sérlega vel í fyrstu og voru að finna tempóið í leiknum. Tómas Tómasson setti smá tón með þremur 6-9 fyrir Þór en Jón Ólafur og Finnur Atli jöfnuðu í 11-11. Menn fóru að setjann undir lok fyrsta hluta og voru þar Finnur, Jón og Sigurður í farabroddi fyrir Snæfell en Mike Cook var í leiðtogahlutverki hjá Þórsurum og Baldur var sprækur. Staðan 24-19 fyrir heimamenn eftir fyrsta fjórðung sem lögðu vel í vörnina undir lok hlutans. Mike Cokk hélt uppi skori Þórsara kominn með 18 stig af 29 gegn 34 stigum frá Snæfelli.

 

Menn voru að láta ákvarðanir dómara fara aðeins í sig á beggja megin og hafðist tæknivilla á Sveinn Arnar út úr einum slíkum og svo önnur á Inga Þór og máttu Snæfellingar halda áfram að einbeita sér að þeim ágæta leik sem þeir höfðu sýnt framan af. Þórsarar náðu með harðfylgi að jafna 38-38 í meðstreyminu, nýttu það vel.

 

Um leið og Snæfellingar settu fókusinn á leikinn uppskáru þeir 8-0 áhlaup og komust í 46-38 en staðan í hálfleik var 46-40 fyrir Snæfell. Hjá Snæfelli var Jón Ólafur kominn með 15 stig og Sigurður Þorvaldsson 9 stig. Í liði Þórs var Mike Cook kominn með 24 stig og ef hann var ekki í sóknarhug þá var lítið í gangi þeim megin, næstur var Nemjana Sovic með 6 stig.

Jón Ólafur byrjaði seinni hálfleik á þremur en Tómas svaraði strax. Þórsarar jöfnuðu 53-53 með góðum þrist frá Sovic og voru fleiri að svara kallinu í sókninni. Snæfellsmenn voru þvingaðir frá körfunni í sóknum sínum og þéttari vörn Þórsara var að skila góðum leik þegar Snæfell lentu tvígang í að renna út á sóknarklukku og Þór höfðu yfirhöndina 59-68 eftir þriðja fjórðung. Ragnar Nathanaelsson var að bæta verulega í kominn með 15 stig og 12 fráköst og snéri leiknum við og Nemjana Sovic hafði einnig hleypt sóknargyðjunum lausum.

Snæfellingar börðust við að ná tökum á sóknum sínum og tókst með prýði og mikill kraftur fór í að elta 66-79 og róðurinn þyngdist eftir því sem leið á fjórða hluta. Þórsarar höfðu einfaldlega tekið allt annan pól í leikinn og voru allt annað lið í seinni hálfleik og það stuðaði Snæfellinga. Þórsarar héldu velli og pressa Snæfellinga var ekki að taka nein stopp sem gat gefið þeim von þegar um 2 mínútur voru eftir og púðrið á þrotum. Þórsarar tóku sín fyrstu stig í deildinni eftir sigur í Hólminum 81-92.

 

Snæfell: Jón Ólafur 28/10 frák. Sigurður Þorvaldsson 12/6 frák. Hafþór Gunnarsson 11. Finnur Atli 8. Sveinn Arnar 7/4 frák. Stefán Karel 6. Kristján Pétur 5/6 frák. Pálmi Freyr 3. Þorbergur Helgi 1. Kristófer Sævarsson 0. Óttar Sigurðsson 0. Snjólfur Björnsson 0.

 

Þór: Mike Cook 38. Nemjana Sovic 18/5 frák. Ragnar Nathanaelsson 17/14 frák. Tómas Heiðar 9. Baldur Ragnarsson 6/6 stoðsendingar. Emil Karel 2. Þorsteinn Már 2. Jón Jökull 0. Vilhjálmur Atli 0. Halldór Grétar 0. Davíð Arnar 0. Sveinn Hafsteinn 0. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Einar Þór Skarphéðinsson og Jakob Árni Ísleifsson. Alls ekki slakir en mættu smyrja sig nokkuð fyrir framhaldið.

 

Símon B. Hjaltalín.

Myndir - Sumarliði Ásgeirsson

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15
Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15