Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

25.09.2013 13:40

Snæfell lagði Stjörnuna

25. september. 2013

Snæfell tryggði sér sæti í undanúrslitum

Lið Snæfells bar sigurorð af liði Stjörnunnar í gærkvöld þegar liðin mættust í átta liða úrslitum Lengjubikars karla í körfubolta. Lokatölur leiksins urðu 85:97 og eru Hólmarar þar með komnir með sæti í undanúrslitum. Fyrri hálfleikur leiksins í gær einkenndist af jafnfræði milli liðanna. Hólmarar voru með yfirhöndina að loknum fyrsta leikhluta 15:21 en eftir góðan leik Garðbæinga í öðrum leikhluta lentu þeir þremur stigum undir í hálfleik, 45:42. Áfram var jafnt með liðunum í þriðja leikhluta og greinilega ljóst að bæði lið ætluðu sér að hremma farseðilinn í undanúrslit. Staðan að loknum leikhlutanum 69:69. Hólmarar mættu síðan vel stemmdir til lokaleikhlutans og náðu fljótlega yfirhöndinni. Þunnskipaðir Stjörnumenn áttu enga ása upp í erminni gegn klókri spilamennsku gestanna á lokametrunum sem að endingu unnu tólf stiga sigur.

Stigahæstur í liði Snæfells í leiknum var Sigurður Þorvaldsson sem skoraði 18 stig og gaf 7 stoðsendingar. Finnur Atli Magnússon kom næstur með sinn besta leik á tímabilinu með 17 stig og þá skoraði Bandaríkjamaðurinn Zachary Warren 15 stig, en hann var að auki drjúgur í öðrum tölfræðisþáttum með 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Einnig skoruðu Kristján Pétur Andrésson 11 stig, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Sveinn Arnar Davíðsson 3 og Stefán Karel Torfason 2.

 

Í undanúrslitum mætir Snæfell liði Grindvíkinga og fer leikurinn fram á föstudaginn. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Keflavík og KR. Körfuknattleikssamband Íslands á eftir að tilkynna leiksstað og tímasetningu leikjanna, en auk úrslitaleiksins, fara þeir fram á sama leikvelli.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2494
Gestir í dag: 154
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301221
Samtals gestir: 253925
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:45:36
Flettingar í dag: 2494
Gestir í dag: 154
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301221
Samtals gestir: 253925
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:45:36