Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

25.09.2013 14:11

Framboð til stjórnar UMFÍ

Sambandsþing Ungmennafélags Íslands verður haldið í Stykkishólmi dagana 12-13 október næstkomandi.

Kjörnefnd leitar eftir framboðum og tillnefningum í stjórn og varastjórn UMFÍ.
Nú þegar hafa 2 aðilar lýst framboði til formanns UMFÍ,
Helga G. Guðjónsdóttir formaður  og Stefán  Skafti Steinólfsson, stjórnarmaður UMFÍ.

Stefán Skafti gefur kost á sér

Stefán Skafti Steinólfsson 

Helga til formennsku

Helga Guðrún Guðjónsdóttir


Áhugasömum aðilum um framboð til stjórnar UMFÍ er bent á að setja sig í samband við kjörnefnd eigi síðar en 1 október, sjá neðar.

Ágætu sambandsaðilar,
Við viljum vekja athygli á því að á sambandsþingi UMFÍ 15.-16. október 2011 sem haldið var á Akureyri var gerð eftirfarandi breyting á 11. grein laga UMFÍ varðandi framboð til stjórnar og varastjórnar:
Tilkynning um framboð til stjórnar og varastjórnar UMFÍ skal berast skriflega til kjörnefndar eigi síðar en 10 dögum fyrir þing.
Við stjórnarkjör skal leitast við að í kjöri séu a.m.k. þrír fulltrúar frá hverju kjördæmi þar sem starfandi er héraðssamband sem er aðili að UMFÍ. Ef þessu markmiði hefur ekki verið náð, eftir að framboðsfrestur rennur út, er kjörnefnd heimilt að framlengja framboðsfrestinn um allt að 5 daga og skal sú ákvörðun tilkynnt sambandsaðilum. Heimilt er að bera fram tillögu um fleiri menn en þrjá úr hverju kjördæmi.
Kjörgengir til stjórnar og varastjórnar eru allir skattskyldir ungmennafélagar.
Á sambandsþinginu 2011 voru eftirfarandi einstaklingar kjörnir í kjörnefnd vegna framboðs til stjórnar og varastjórnar á sambandsþingi UMFÍ 12.-13.október 2013:
Kjörnefnd:
Kári Gunnlaugsson formaður
Svanur Gestsson
Ragnheiður Högnadóttir
Málfríður Sigurhansdóttir
Jón Páll Hreinsson
Björn Ármann Ólafsson varamaður
Jóhann Gunnlaugsdóttir varamaður

Tilkynna skal formanni kjörnefndar um framboð til stjórnar eða varastjórnar á eftirfarandi netfang karig@simnet.is eigi síðar en 1.október.
Formaður veitir upplýsingar í síma 891-9760.

Fyrir hönd kjörnefndar,
Kári Gunnlaugsson
formaður

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2238
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292711
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 13:21:33
Flettingar í dag: 2238
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292711
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 13:21:33