Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

24.09.2013 09:17

Öruggt hjá Snæfellsstúlkum

Öruggur sigur á Njarðvík

 

Snæfellsstelpurnar sem voru úr myndinni að komast í úrslitaleikinn í Lengjubikarnum mættu Njarðvíkurstúlkum á heimavelli síðastliðinn laugardag.  

Snæfellsstelpurnar sigruðu 85-61 og urðu því í öðru sæti í B-riðli, Haukastúlkur sem sigruðu okkur síðastliðinn fimmtudag leika gegn úrslita gegn Valsstúlkum.

Okkar dömur voru ekkert of gestrisnar í upphafi leiks og tóku strax forystuna í sínar hendur, þær leiddu 21-13 eftir fyrsta leikhluta og virtust með öll völd á vellinum. Fjórar þriggja stiga körfur frá Njarðvíkurstúlkum breyttu stöðunni og allt í einu var leikurinn orðinn jafn og Njarðvíkurstúlkur náðu að komast yfir 32-35.  Ingi Þór tók leikhlé og stelpurnar skoruðu átta stig á einni minútu í lok fyrri hálfleiks og leiddu 43-35.  Stigahæstar í Snæfell í hálfleik voru  Chynna Brown með 20 stig og Eva Margrét með 9 stig.  Hjá Njarðvík var það Salbjörg Sævarsdóttir hæst með 13 stig og Erna Hákonardóttir með 10.

Hildur Sig, Eva Margrét og Chynna voru að skora grimmt fyrir heimastúlkur en allar okkar dömur fengu flott tækifæri í dag, liðið leiddi 63-51 eftir þriðja leikhluta og með leikinn í sínum höndum.  Fjórði leikhluti var algjör eign Snæfells, hann vannst 22-10 og lokatölur 85-61.

 Bæði lið luku þar með þáttöku sinni í Lengjubikarnum og munu nú snúa sér að æfingum fyrir átökin í Dominosdeildinni sem hefst 9. Október þegar okkar dömur heimsækja Grindavík.

Stigahæstar í leiknum gegn Njarðvík var Chynna Brown með 30 stig/12 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 15stig/8fráköst, Hildur Sigurðardóttir 12stig/8fráköst/5 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 10 stig, Rebekka Rán Karlsdóttir 6 stig, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5, Aníta Rún Sæþórsdóttir 3 stig, Hugrún Eva Valdimarsdóttir og Silja Katrín Davíðsdóttir 2, Edda Bára Árnadóttir 0, Brynhildur Inga Níelsdóttir 0. 

 Tölfræði leiksins

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50