Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

18.09.2013 17:02

Sigur og tap í hólminum

 Björg Guðrún hóf leik Snæfell og KR í Lengjubikarnum með góðum þrist úr horninu og Hildur Sigurðardóttir svaraði strax Snæfellsmegin. Þorbjörg Friðriksdóttir var hins vegar í stuði og hafði sett 7 stig þegar KR hafði forystu 7-12. Staðan eftir fyrsta hluta var 20-20 en Eva Margrét hafði jafnað fyrir Snæfell 18-18.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og leið Björgu Einarsdóttur vel í sínum heimabæ og hélt að mestu uppi leik KR í öðrum hluta. Engir sprettir voru á liðunum og staðan í hálfleik 40-39 fyrir heimastúlkur í Snæfelli þar sem Hildur var komin með 11 stig, Chynna Brown 9 stig og Eva Margrét 7. Hjá KR var Björg með 12 stig, Bergþóra 9 stig og Þorbjörg 7 stig.

Mikið var um tapaða bolta á víxl og mikið afl fór í hlaup fram og til baka hjá liðunum í þriðja hluta en Snæfell var þó yfir 57-51 fyrir lokafjórðunginn. Snæfellsstúlkur áttu fína spretti í fjórða hluta sem gaf þeim tíu stiga forskot 63-53 þar sem Hildur lék á alls oddi. KR stúlkur komu tilbaka undir lokin og voru ansi nálægt 71-68 þegar 16 sekúndur voru eftir. Snæfell hélt haus undir lokin þrátt fyrir harðann aðgang KR, leikurinn 73-68 fyrir Snæfell.

Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 22/10 frák. Chynna Brown 21/8 frák/6 stoðs. Guðrún Gróa 11/17 frák. Eva Margrét 9/5 frák. Hugrún Eva 4/7 frák. Edda Bára 2. Rebekka Rán 2. Helga Hjördís 2. Aníta Rún 0. Silja Katrín 0. Brynhildur Inga 0.

KR: Bergþóra Tómasdóttir 23/6 frák. Björg Guðrúun 14. Sigrún Sjöfn 13/13 frák/8 stoðs. Þorbjörg Friðriksdóttir 11. Rannveig Ólafsdóttir 3. Sara Mjöll 2. Ragnhildur Arna 2. Anna María 0. Ína María 0.

 


KR heimsóttu Snæfell einnig í karlaflokknum í Lengjubikarnum í kvöld þar sem bæði lið höfðu unnið þrjá leiki í riðlinum. KR sóttu fast á heimamenn í upphafi 2-7 en Snæfellingar voru tilbúnir og leikar jöfnuðust 15-15. Staðan 19-28 fyrir KR eftir fyrsta hluta sem tóku rispu í lokin og spiluðu hratt með Brynjar, Darra og Pavel í farabroddi. KR héldu uppteknum hætti í öðrum hluta spiluðu vel sókn og vörn og bættu í, 27-42, á meðan Snæfelli gekk illa að fóta sig í sínum leik en þó var ekki af varnarleik Sveins Arnars skafið sem sýndi þar mátt sinn.  Staðan í hálfleik var 36-44 fyrir KR þar sem Darri og Magni voru komnir með sín 10 stigin hvor. Hjá Snæfelli var Jón Ólafur kominn með 9 stig og Finnur Atli 7 stig.

 

Snæfell misstu KR enn og aftur meira frá sér en þau 8-10 stig sem höfðu munað á liðunum. Snæfell höfðu misst Stefán meiddan af velli. KR komust í 45-65. Staðan eftir þriðja hluta 53-67 fyrir KR sem höfðu tögl og haldir í leiknum og Snæfell að ströggla við að koma sér inn í hann aftur. Snæfell kom aldeilis tilbaka og minnkaði muninn í 63-72 með frískari leik og seigluðust svo nær 70-74 með góðum leik Jamarco, en Snjólfur og Kristjáns Pétur höfðu átt góða innkomu í fjórða hluta. KR létu ekki beygja sig alveg þó Snæfell næði að minnka í 85-86, rétt héldu haus og náðu sigri 85-87.

 

Snæfell: Zachary Jamarco Warren 26/9 frák/7stoðs. Jón Ólafur 12. Finnur Atli 11/5 frák. Sigurður Þorvaldsson 11/7 frák. Kristján Pétur 10/4 frák. Stefán Karel 4. Sveinn Arnar 4/6 frák/6 stoðs. Hafþór Ingi 3. Snjólfur Björnsson 2. Pálmi Freyr 2. Óttar Sigurðsson 0. Tinni Guðmundsson 0.

 

KR: Brynjar Þór 19. Ingvaldur Magni 18/6 stoðs. Pavel Ermolinskij 17/9 frák/10 stoðs. Helgi Már 15/6 frák/8 stoðs. Darri Hilmarsson 14. Þorgeir Blöndal 2. Martin Hermannsson 2. Hugi Hólm 0. Kormákur Artúrsson 0. Ólafur Már Ægisson 0.


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50