Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

10.09.2013 14:08

Umsóknafrestur rennur út 1 okt

Íþróttasjóður

Íþróttasjóður starfar samkvæmt lögum nr. 64/1998 og reglugerð um sjóðinn nr. 803/2008.   

Sjóðurinn getur veitt framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta:

 • Sérstakra verkefna íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana.
 • Útbreiðslu- og fræðsluverkefna, einkum með áherslu á verkefni sem uppfylla einhver eftirfarinna skilyrða;
  • Stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga
  • Eflingu þekkingu þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarfi
  • Auka gildi íþróttastarfs í forvörnum
  • Auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu
 • Íþróttarannsókna
 • Verkefnum samkvæmt 13. gr. íþróttalaga

Hingað til hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið haft umsjón með sjóðnum en frá og með hausti 2013 mun Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís annast umsýslu hans.

Fjárveiting sjóðsins er ákveðin á fjárlögum hvers árs. Íþróttasjóður hafði 17,9 milljónir króna til ráðstöfunar árið 2013.

Hér má nálgast upplýsingar um úthlutun fyrri ára.


Umsóknir

Umsóknarfrestur er einu sinni á ári.
Næsti umsóknarfrestur er til 1. október 2013. 

Umsóknir skulu vera á rafrænu formi. Athugið að ekki er hægt að stofna nýja umsókn í umsóknarkerfinu eftir kl. 17:00 þann 1. október en hægt er að senda inn stofnaðar umsóknir til miðnættis þann dag. 

Leiðbeiningar fyrir umsækjendur hér.

Rafræn umsókn hér.

Við mælum með að umsækjendur noti Firefox eða Chrome vafra við umsóknargerð.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24