Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

10.09.2013 14:11

Þjálfaranámskeið hjá Frjálsíþróttasambandinu

Þjálfaranámskeið í haust

Þjálfaranámskeið í haust
FRÍ býður upp á frjálsíþróttanámskeið fyrir þjálfara. Þetta er námskeið sem veitir alþjóðleg þjálfararéttindi á vegum IAAF. Það nefnist "Coaches Education Certification System, eða CECS Level I. Þetta námskeið er ætlað öllum þjálfurum, sérstaklega þeim sem þjálfa born og unglinga. Hluti kennsluefnis er "Kids Athletics" eða Krakkafrjálsar.

Námskeiðið er kennt í þremur hlutum. Fyrsti hluti er helgina 27.-29. sept. Annar hluti er helgina 18.-20. október og lokahluti sem lýkur með prófi og mati á námskeiðinu er 16. og 17. nóvember. Þetta fyrirkomulag er viðhaft til að hægt sé að stunda vinnu meðfram þátttöku í námskeiðinu og til að auðvelda þeim sem búa utan höfuðborgarsvæðisins að sækja það. Námskeiðsgjöld eru kr. 30.000. Kennsla fer fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, en verklegir þættir í frjálsíþróttaal Laugardalshallarinnar.
 
Kennarar á námskeiðinu eru margreyndir þjálfarar sem hafa alþjóðleg kennsluréttindi. Þau eru: Alberto Borges, Guðmundur Hólmar Jónsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Gunnhildur Hinriksdóttir, Þórdís Gísladóttir og Þráinn Hafsteinsson.
 
Drög að stundaskrá námskeiðsins er hægt að sjá hér
 
Skráningar og fyrirspurninr sendist til FRÍ (fri@fri.is)

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50