Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

27.08.2013 13:52

3 fl Íslandsmeistarar

3.flokkur karla hjá Snæfellsnesi Íslandsmeistarar í 7 manna boltanum.

25. ágúst 2013
Í dag varð 3.flokkur karla hjá Snæfellsnesi Íslandsmeistari í 7manna boltanum eftir að hafa unnið alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni á Akureyri nú um helgina. Þetta er í annað sinn sem þessi sami flokkur verður Íslandsmeistari í 7 manna boltanum. Árið 2011 varð 3.flokkurinn einnig Íslandsmeistari.

Þetta er glæsilegt hjá strákunum og vil ég óska þeim innilega til hamingju með þennan titil. Mér skilst að í hálfleik í leik Víkings Ó og Breiðabliks hafi strákunum verið fagnað innilega af stuðningsmönnum Víkings Ó.

Það væri fínt að fá mynd af flokknum senda inná Facebook síðuna mína og setja hana í safnið mitt um sögu Víkings Ó og þá líka nafnalistann. Getur einhver reddað því.

Leikir liðsins í úrslitakeppninni fóru þannig:

Snæfellsnes - Sindri                       6-4
Mörkin gerðu: Ármann Örn Guðbjörnsson 4, Kristófer James og Leó Örn Þrastarson.

Snæfellsnes - Tindastóll                  4-1
Mörkin gerðu: Svanlaugur Atli Jónsson, Sigurjón Kristinsson, Kristófer James og ekki vitað hver gerði það fjórða (veit það einhver?)

Snæfellsnes - Fjarðabyggð/Leiknir    3-0
Mörkin gerðu: Leó Örn Þrastarson 2 og Kristófer James.

Það væri líka gaman að fá að vita hverjir skoruðu mörkin í þessum leikjum.

Þjálfarar liðsins eru: Suad Begic, Dzevad Saric og síðan stjórnaði Vilberg Ingi Kristjánsson liðinu í úrslitakeppninni.  

Liðið spilaði 11 leiki í sumar. Vann 10 og tapaði einum gegn Grindavík á útivelli 3-5. Liðið skoraði 51 mark í sumar og fékk á sig 19.

Eftirtaldir leikmenn skipuðu liðið:


Ármann Örn Guðbjörnsson,  Kristófer Reyes Jacobsen, Kristófer James, Andri Már Magnason, Konráð Ragnarsson, Leó Örn Þrastarsson, Svanlaugur Atli Jónsson, Sumarliði Kristmundsson, Sanjin Horoz, Sigurjón Kristinsson, Elvar Smári Arnarsson, Helgi Sigtryggsson.
Helgi Kristjánsson

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2494
Gestir í dag: 154
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301221
Samtals gestir: 253925
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:45:36
Flettingar í dag: 2494
Gestir í dag: 154
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301221
Samtals gestir: 253925
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:45:36