Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

24.08.2013 08:30

Góður sigur hjá UMFG

Stórsigur á ÍH

Við tókum á móti ÍH á blautum Grundarfjarðarvelli föstudagskvöldið 23. ágúst. Fyrir leikinn var ÍH í þriðja sæti á meðan við vorum í því þriðja neðsta. 
Gestirnir sáu aldrei til sólar í þessum leik og við vorum komnir í 4-0 eftir 31 mínútu með mörkum frá Golla, Dalibor, Heimir og Hemma. Þeir náðu svo að minnka muninn eftir smá klaufagang hjá okkur og staðan var því 4-1 í hálfleik.
Í síðari hálfleik röðuðum við síðan inn mörkunum og voru þau orðin 5 áður en að dómarinn flautaði af. Golli setti tvö í viðbót en svo voru Danny, Christian og Kiddi Maggi einnig á skotskónum í kvöld.  9-1 sigur því staðreynd og með þessum sigri lyftum við okkur uppfyrir Augnablik og KFR sem eiga bæði leik á morgun. Þetta var þriðji sigurinn í röð og útlitið orðið töluvert bjartara fyrir okkur.

En við verðum að halda áfram að berjast því að liðin í kringum okkur eru líka að týna stig til sín þannig að þessu er hvergi nærri lokið. Næsti leikur er gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið en þá mætum við liði Augnabliks í Kópavoginum. Hann verður spilaður laugardaginn 31. ágúst kl. 14:00
Fleiri myndir í myndaalbúminu.
Skrifað af TFK HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2494
Gestir í dag: 154
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301221
Samtals gestir: 253925
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:45:36
Flettingar í dag: 2494
Gestir í dag: 154
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301221
Samtals gestir: 253925
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:45:36