Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

25.07.2013 07:50

Markaveisla í sigri Víkings á Fram

Víkingur Ólafsvík vann 3-4 sigur á Fram á Laugardalsvelli í afar spennandi leik. Víkingur er nú á góðri siglingu í Pepsídeildinni og er ekki búinn að tapa í síðustu fjórum leikjum sínum, en fyrir þennan viðsnúning var liðið á botni deildarinnar. Bæði lið byrjuðu leikinn af krafti en Víkingar voru sterkari aðilinn fyrst til að byrja með. Framarar komust þó yfir á 12. mínútu eftir laglega sókn. Það tók hins vegar Víking ekki nema þrjár mínútur að jafna leikinn þegar Guðmundur Magnússon skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá nýjum leikmanni Víkings, Spánverjanum Antonio Espinosa. Eftir þessar skemmtilegu upphafsmínútur róaðist leikurinn og boltinn gekk liðanna á milli um tíma. Þegar um hálftími var liðinn af leiknum dró til tíðinda þegar Víkingur fékk aukaspyrnu sem annar nýr leikmaður þeirra tók, annar Spánverji, Samuel Jimenez. Hann sendir boltann inn í teig þar sem Damir Muminovic, miðvörður Víkings, náði skoti og skoraði. Það tók Fram ekki langan tíma að svara og skoruðu þeir jöfnunarmark nánast alveg í kjölfarið. Eftir það róaðist leikurinn í annað sinn og var þannig til hálfleiks.

Seinni hálfleikur fór rólega af stað en á 55. mínútu urðu mistök í vörn Fram til þess að Björn Pálsson kom Víkingi yfir á ný. Aðeins sjö mínútum seinna kom Alfreð Már Hjaltalín Víkingi í tveggja marka forustu með marki eftir samspil Hernandez og Guðmundar Magnússonar. Eftir þetta bökkuðu Víkingsmenn mikið og vörðust vel. Fram klóraði þó aðeins í bakkann eftir fjörugar lokamínútur þegar þeir fengu vítaspyrnu í blálokin sem þeir skoruðu úr. Lengra komst Fram ekki og lokatölur því 3-4 fyrir Víking Ólafsvík sem náði sínum fyrsta útisigri í efstu deild.

Nýju leikmenn Víkings náðu að auki að stimpla sig heldur betur inn í liðið en þeir áttu allir þátt í marki og spiluðu frábærlega með liðinu. Nú er Víkingur kominn með níu stig og úr fallsæti í bili að minnsta kosti.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50