Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

25.07.2013 07:52

HSH á Unglingalandsmót


Kæru foreldrar/forráðamenn barna á aldrinum 11-18 ára!
16. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina 2013.
Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið á Höfn en síðast var það haldið þar árið 2007.

Unglingalandsmótin (ULM) eru frábær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni, og annarri dagskrá fyrir börn og fullorðna,
Þátttaka og keppnisgreinar Þeir sem eru 11-18 ára, eða verða það á árinu, geta tekið þátt í íþróttakeppni mótsins. Hver keppandi greiðir eitt mótsgjald sem er 6000 kr. og fær með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Keppt verður í fimleikum, frjálsum íþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, knattspyrnu, körfubolta, motorcross, skák, starfsíþróttum, strandblaki og sundi. Fatlaðir geta keppt í sundi og frjálsíþróttum. Innan starfsíþrótta verður keppt í stafsetningu og upplestri. Karate verður sýningargrein.

Aðstaðan á Höfn Veruleg uppbygging íþróttamannvirkja var fyrir mótið 2007 og hún hefur haldið áfram síðan. Íþróttaaðstaðan er frábær en aðalkeppnissvæðið er í hjarta bæjarins en þar er frjálsíþróttavöllur ásamt fótboltavöllum. Þar er einnig íþróttahús, ný og glæsileg sundlaug og nýtt knattspyrnuhús. Ný reiðhöll er á keppnissvæði hestamannafélagsins og golfvöllurinn var stækkaður fyrir fáeinum árum. Tjaldsvæðin eru til fyrirmyndar og verða snyrtingar og aðgangur að rafmagni fyrir þá sem þess óska. Tjaldsvæðið er ókeypis en lítilsháttar gjald verður tekið fyrir rafmagnsnotkun.
Þátttaka af Snæfellsnesi - skráning

Athugið að HSH hefur þegar skráð lið í fótbolta, sem okkar krakkar geta skráð sig í (opnast þegar farið er inn í skráninguna). Skráning fer fram á vefnum www.umfi.is - þar eru frekari upplýsingar, kynningarmyndbönd o.fl.
Í fyrra voru um 50 keppendur frá HSH en í ár stefnum við að því að hópurinn verði enn fjölmennari - og vonandi mun HSH eiga keppendur í öllum greinum á ULM !!
Á ULM geta þátttakendur notað keppnisbúninga í liðakeppnum frá Snæfellsnessamstarfinu og UMFG.
Með von um góð viðbrögð - endilega kynnið ykkur unglingalandsmót á vef UMFÍ!

Undirbúningsnefndin

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50