Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

16.07.2013 10:50

Víkingar með stig gegn Val

Fyrsta stig Víkings Ó á útivelli í Pepsídeildinni

Víkingur Ólafsvík sótti Val heim á Hlíðarenda þegar liðin mættust í elleftu umferð Pepsí deildar karla í gærkvöldi. Leikurinn endaði sem markalaust jafntefli en lið Víkings hefði hæfilega getað gert sér meira úr þessari ferð sinni til Reykjavíkur. Var Víkingur mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og átti meðal annars tvö góð skallafæri sem Guðmundi Magnússyni tókst ekki að klára. Í seinni hálfleik var leikurinn jafnari. Valsmenn fóru að sækja meira og fengu upplagt tækifæri til að komast yfir á 55. mínútu. Þá slapp Andri Sveinn Geirsson einn innfyrir vörn Víkings en þó ekki fram hjá Einari Hjörleifssyni markverði þeirra sem bjargaði þeim í þetta skiptið. Á 75. mínútu varð svo allt vitlaust á vellinum eftir að Haukur Páll Sigurðsson og Farid Zato lentu saman þegar þeir renndu sér full harkalega á eftir boltanum og stóð aðeins Farid upp eftir þá tæklingu. Atvikið átti sér stað alveg við hliðarlínu vallarins og Magnús Gylfason þjálfari Vals bókstaflega trylltist og hljóp inná völlinn. Örvar Sær Gíslason dómari leiksins leysti málið þó með stakri ró og endaði á að gefa Farid gult spjald og hélt leikur áfram eftir það. Víkingsmenn fengu svo á sig rautt spjald undir lokin en það var Spánverjinn Kiko Insa sem fékk þá sitt annað gula spjald og fór í sturtu snemma. Valur náði hins vegar ekki að nýta sér liðsmuninn og lauk leiknum með markalausu jafntefli.

 

 

Víkingur Ólafsvík náði þar með í sitt fyrsta stig á útivelli í efstu deild. Leikur Víkings er greinilega að batna eftir erfiða byrjun og hafa þeir nú fengið fimm stig úr síðustu þremur leikjum. Hafa þeir ekki fengið á sig mark í þrjár umferðir og ljósir punktar eru farnir að sýna sig í sóknarleik þeirra einnig.

 

Næsti leikur Víkings verður mánudaginn 22. júlí á móti Fram, sem einnig hefur verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið og má því búast við hörkuleik tveggja liða á uppsiglingu í Laugardalnum.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 1981
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292454
Samtals gestir: 253526
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:10:10
Flettingar í dag: 1981
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292454
Samtals gestir: 253526
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:10:10