Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

05.07.2013 07:13

Framkvæmdafréttir hjá Skotgrund

Það helsta sem er að frétta af framkvæmdum er að í vikunni festi félagið kaup á vatnsdælu, sem tengja á við nýja vatnstankinn sem settur var upp á dögunum.  Dælan á að dæla vatni úr tankinum í klósettið og í vaskana.  Páfinn ætti því að geta kíkt í heimsókn fljótlega með taflborðið. 

 

Búið var að grafa niður og tengja rotþró við húsið fyrir nokkrum árum,  en hinsvegar er ekkert vatn á svæðinu og því hefur ekki verið hægt að taka klósettið í notkun ennþá.  Vatnstankurinn og dælan eiga að leysa það vandamál (tímabundið) svo hægt verði að taka salernið í notkun.  Einnig verður hægt að fá vatn í kaffið þegar búið verður að setja upp vaskinn í eldhúsið.

 

Félagið fékk nýlega gefins olíutunnur sem fluttar hafa verið á æfingasvæðið.  Í dag (fimmtudag) voru þær svo skornar til helminga, en ætlunin er að nota þær til að steypa í.  Til stendur að steypa niður nýju riffilbattana á 300m og 400m á næstu dögum.  Einnig verða steypt niður skilti, sem og rauðmálaðir staurar meðfram riffilbrautinni, en rauðmáluðu staurarnir eiga að afmarka riffilbrautina.

Steini Gun sker tunnurnar til helminga.

 

Til stendur að reyna að fá gröfu inn á svæði á laugardaginn til þess að grafa niður tunnurnar og gera klárt fyrir steypu.  Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í því geta fylgst með hér á síðunni, en nánari tímasetning verður auglýst síðar.  Einnig ætlar rafvirkinn að koma á laugardaginn og ljúka við að yfirfara kastvélarnar.

 

Í dag var einnig hafin málningarvinna á svæðinu, en félagshúsnæðið var málað að utan sem og vélaskúrinn.   Búið er að setja inn nokkrar myndir af framkvæmdum hér á síðuna, en hægt er að finna þær í myndaalbúminu efst á síðunni.

Sammi var öflugur á rúllunni.

 

Félagshúsnæðið nýmálað.  Til stendur að safna liði fljótlega til að ljúka málningarvinnu.

 

Skrifað af JP

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22