Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

04.07.2013 02:16

Fjórðungsmót hestamanna á Kaldármelum

Fjórðungsmótið á Kaldármelum hófst í morgun


"Nú er sól og blíða og stemningin á hraðri uppleið á Fjórðungsmóti. Ungmennaflokki lokið og Tölt 17 ára og yngri í gangi. Forkeppni í B-flokki hefst svo klukkan 14," segir í tilkynningu frá Fjórðungsmóti hestamanna á Kaldármelum sem hófst í morgun. Bjarni Jónasson framkvæmdastjóri FM býst við líflegu og fjölmennu móti, en það mun standa fram á sunnudag. Gestir eru fyrir löngu byrjaðir að streyma á svæðið og fjölgar nú til muna enda er útlit fyrir góða aðsókn. Bjarni segir skráningu keppenda mjög góða og er þátttaka sú mesta frá því að hann tók við sem framkvæmdastjóri mótsins fyrir tæpum áratug síðan. Um 200 hross eru skráð til leiks í gæðingakeppni og keppni yngri flokka og þá verða um 50 kynbótahross leidd fyrir dóm. Að auki verða sýningar frá tíu ræktunarbúum á laugardaginn. Bjarni telur að fyrra aðsóknarmet mótsins verði slegið í ár og á hann von á að allt að 3.000 gestum.

 

 

 

 

Fjölbreytt skemmtidagskrá er í boði fyrir gesti mótsins meðan á því stendur. Kvöldvaka verður haldin á föstudags- og laugardagskvöld auk sem dansleikir verða haldnir. Á föstudaginn mun sjálfur sveiflukóngurinn úr Skagafirði, Geirmundur Valtýsson, troða upp með hljómsveit sinni, en á laugardagskvöldinu hljómsveitin Stuðlabandið frá Selfossi. Þá verður efnt til fjörureiðar um Löngufjörur á föstudagskvöldinu og verður lagt af stað frá Kaldármelum kl. 20 og Snorrastöðum kl. 21. Bjarni segir að ekki sé skráning í reiðina, heldur nægir bara að mæta. Veitinga- og sölutjöld verða einnig á staðnum.

Það eru hestamannafélögin á Vesturlandi; Dreyri, Glaður, Skuggi, Faxi og Snæfellingur sem standa að Fjórðungsmótinu en langflestir keppendur koma frá Norðvesturlandi. Bjarni segir marga félagsmenn úr hestamannfélögunum koma að skipulagningu mótsins og áætlar hann að fjöldi starfsmanna og sjálfboðaliða sé á bilinu 70-80 manns. Að endingu vonaðist Bjarni til að sjá sem flesta hestaáhugamenn á mótinu sem hann treystir á að veðurguðirnir verði hliðhollir að þessu sinni.

Nálgast má frekari upplýsingar um dagskrá Fjórðungsmótsins, ráslista og aðrar tilkynningar á heimasíðu mótsins, fm.lhhestar.is.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10