Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

26.06.2013 09:02

Evrópukeppni Futsal leikið í Ólafsvík

Víkingur Ólafsvík tekur þátt í Evrópukeppninni í Futsal | Leikið í Ólafsvík

Víkingur Ólafsvík mun 27. ágúst til 1. september 2013 taka þátt í Evrópukeppni UEFA í Futsal sem nú er haldin í 13 sinn. Víkingur tryggði sér þátttökurétt í mótinu þegar liðið varð Íslandsmeistari í byrjun þessa árs og það sem meira er þá verður riðill Víkings spilaður í Ólafsvík.

Forráðamenn félagsins sóttust eftir því að fá keppnina hingað heim í byrjun sumars og í dag var félaginu kunngjört að Snæfellsbær verður gestgjafi eins riðils í forkeppni mótsins.

Fyrirkomulag keppninnar er þannig að 29 lið taka þátt í forkeppni þar sem liðunum er skipt í 8 riðla, 5 fjögurra liða riðla og 3 þriggja liða riðla. Sigurvegari hvers riðils fyrir sig kemst áfram í aðalkeppnina þar sem fyrir eru 16 lið.

Dregið verður í riðla þann 3. júlí og í framhaldinu verður haldinn kynningarfundur á keppninni í Snæfellsbæ.

Hér er stórt verkefni fyrir lítið en öflug félag sem án efa mun standa sig með miklum ágætum hvort sem er á vellinum sjálfum eða í framkvæmd mótsins.


UEFA Futsal Ólafsvík 2013

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25
Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25