Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

24.06.2013 09:24

Frábær frammistaða á KR vellinum

24. júní 2013 klukkan
Pepsídeildin
KR völlur
Sunnudaginn 23.júní 2013 kl. 19.15

KR - Víkingur Ó  2-1 (0-1)

0-1 Alfreð Már Hjaltalín (3.mín)
1-1 Gary Martin (68.mín, víti)
2-1 Óskar Örn Hauksson (68.mín)

Það má segja það með sanni, að Erlendur Eiríksson dómari í leik KR og Víkings Ó hafi bjargað Lengjunni frá gjaldþroti þegar hann dæmi mjög umdeilt víti á Víking Ó þegar um 20 mínútur voru eftir af leik liðanna. Lengjan hafði á einhvern óskiljanlegan hátt sett 12,80 á sigur Víkings Ó!!!! Vítaspyrnudómurinn kom öllum á óvart. En það munaði litlu að Einari Hjörleifssyni tækist að verja víti Gary Martins þegar hann las hann rétt og varði spyrnuna hans. En það var eins og boltinn væri eggjóttur því hann hafnaði í stönginni og kastaðist þaðan útá völlinn og skrúfaðist síðan undir Einar og í netið. Gríðarlegar heppnisstimpill á þessu marki hjá KR og reyndar líka á sigri þeirra í leiknum. KR þótti spila illa í leiknum og hvers vegna? Jú, Víkingur Ó leyfði þeim ekkert að spila neitt betur. Þú spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir þér stendur einhverstaðar.

Hlutir eins og fallbyssufóður, 6-0 burst og fleira neikvætt um okkur sást ekki á vellinum í kvöld og þurfa þeir sem misstu þessi orð útúr sér á éta þau ofaní sig. (Tómas Ingi og Henry Birgir). Það gæti líka verið erfitt fyrir Hjörvar Hafliðason að fjalla um okkur í næsta þætti og éta eitthvað ofaní sig í Pepsímörkunum. Hann er búinn að tala okkur niður frá 1.umferð. Þessi menn verða að átta sig á því að Víkingur Ó er búinn að vera með alla framherjana í meiðslum í allt sumar og glugginn lokaður.   

En þessi leikur byrjaði vel fyrir Víking Ó Ejub var búinn að segja það í Útvarpi KR að liðið myndi liggja til baka og beita skyndisóknum. Jú, liðið gerði það og gerði meira, það sótti mun framar á KRingana en þeir héldu. Það má segja það að Víkingur Ó hafi verið betra liðið í þessum leik heilt yfir og tapaði leiknum ósanngjarnt. KR átti sína kafla líka og það verður ekki tekið af þeim. Þeir áttu nokkur hættuleg færi í fyrri hálfleiknum og hefðu kannski getað jafnað en því miður fyrir þá, tókst þeim það ekki.

Strax á 3ju mínútu leiksins fékk Víkingur Ó horn eftir sóknaraðgerð. Eldar Masic tók spyrnuna og sendi háan bolta utarlega á vítateiginn þar sem Guðmundur Magnússon var staddur og hann lét bara vaða á markið og boltinn steinlág í markinu án þess að landsliðsmarkvörðurinn Hannes Halldórsson hreyfði legg né lið. Einhverjir fjölmiðlar vildu meina að Alfreð Már Hjaltalín hafi breytt stefnu boltans eða varnarmaður og verðum við að bíða eftir Pepsímörkunum til að fá þetta staðfest hver gerði markið. Þangað til skrái ég það á Guðmund Magnússon.

Það var mjög þægilegt að leiða 1-0 á KR vellinum. Þessi staða hefur svo sannarlega glatt marga á Hlíðarenda, Kaplakrika, Vestmannaeyjum og í Kópavogi. Þó KRingar telji upp öll sín færi í viðtölum og reyni með veikum mætti að telja mönnum trú á því að þeir hefðu átt að skora ógrynni af mörkum þá fékk maður aldrei á tilfinninguna að við værum að fara að fá á okkur mark. Vörnin var frábær, markvarslan var frábær, miðjan var frábær. En mjög líklega tókst KR að komast inní leikinn eftir dómaramistök. En þið tókuð eftir að ég skrifaði LÍKLEGA. Það kemur í ljós á morgun þegar Pepsímörkin sýna frá leiknum.

Mín skoðun er sú að ef KR hefði ekki fengið þetta víti að þá hefðum við klárað leikinn með sigri. Þvílík vinnusemi, barátta, dugnaður og skipulag var á Víkings Ó liðinu.

Víkingur Ó hefur sýnt það bæði gegn KR og Fram í síðasta leik að liðið er komið í gang. Nú þarf bara að klára sem fyrst leik með sigri og þá koma fleiri í kjölfarið. Liðið er þrælsterkt og gaman á að horfa.

Allir leikmenn liðsins 11 talist áttu frábæran leik í kvöld og það er á engan hallað þegar ég segi það að mjög líklega hefur spánverjinn í liðinu hann Insa Bohigues Francisko átt bestan leik í umferðinni. Þeir þurfa að vera góðir á morgun ef þeir ætla að skáka honum. Hann var stórkostlegur í leiknum. Leysti allar leikstöður frábærlega, klobbaði KRingana eins enginn væri morgundaginn og var áhorfendavænn. Toppleikur hjá toppleikmanni. Eldar Masic átti frábæran leik í kvöld, allur að koma til og spilaði í kvöld eins og við þekkjum hann best. Sá þriðji sem ég vel er Einar Hjörleifsson, þið vitið útaf hverju.

Í fyrsta sinn í nokkur ár skipti Ejub engum varamanni inná. Mér fannst ekki vera nein þörf á því í þetta sinn. Liðið er í svo góðu formi að það þolir léttilega 120 mínútur ef svo ber undir og þetta var kannski ekki rétti leikurinn til að gefa ungu varamönnunum tækifæri.

Ég gef öllum leikmönnum Víkings Ó 8 í einkunn nema Insa Bohigues Francisko sem fær 9. Hann gjörsamlega heillaði mig með sinni spilamennsku í kvöld.

Næsti leikur Víkings Ó er á Ólafsvíkurvelli sunnudaginn 30.júní gegn ÍA. Sex stiga leikur eins og sagt er.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2238
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292711
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 13:21:33
Flettingar í dag: 2238
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292711
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 13:21:33