Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

12.06.2013 09:44

Tap gegn Breiðablik

Dómaramistök eyðulögðu leikinn.

10. júní 2013 klukkan 21:00
Pepsídeildin
Kópavogsvöllur
Mánudaginn 10.júní 2013

Breiðablik - Víkingur Ó   2-0  (1-0)

1-0 Guðjón Pétur Lýðsson (5.mín, víti)
2-0 Guðjón Pétur Lýðsson (61.mín, víti)

Rautt spjald: Emir Dokara (Víking Ó) 5.mín.


Það var ofboðslegt að heyra það frá áhorfenda á vellinum að vítið og rauða spjaldið sem kom í upphafi leiksins væri sennilega rangur dómur og fá það síðan staðfest í Pepsímörkunum að dómarinn hafi "giskað" á atburðarásina. Það er bara ekki hægt að þegja yfir svona. Svona stórkostleg mistök eins og dómarinn gerði í leiknum eiga ekki að sjást í efstu deild. Það er verið að borga dómurunum 40.000 þús. kr fyrir hvern leik og þá eiga þeir að standa sig betur. Þetta var ekki annað en ágiskun hjá dómaranum þetta atvik þegar hann dæmdi víti á Víking Ó og rak Emir Dokara af velli. Hann getur ekki hafa séð brot þegar það var engin snerting eins og sjónvarpsvélarnar sýndu. Þetta var sorglegt, mjög sorglegt að sjá.

Hörður Magnússon skaut því að í Pepsídeildarmörkunum í kvöld hvort þetta væri dæmt svona af því að þetta væri Víkingur Ó! Guð hjálpi íslenskum fótbolta ef það er raunin.

Þetta atvik eyðilagði leikinn fyrir öllum.

Tveir ungir leikmenn hjá Víking Ó komu inná í leiknum og spiluðu þar af leiðandi sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi. Þetta voru þeir Kristinn M. Pétursson og Anton Jónas Illugason.

Ég skrifa ekki meira um þennan leik.

Helgi Kristjánsson

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10