Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

04.06.2013 10:43

Sjómannadagsmót Skotgrundar

Sjómannadagsmót Skotgrundar fór fram síðastliðinn fimmtudag á skotæfingasvæði félagsins í Kolgrafafirði.  Var þetta í fyrsta skipti sem þetta mót er haldið í samvinnu við sjómannadagsráð Grundarfjarðar og var mætingin mjög góð.  Veðrið var hinsvegar ekki alveg eins gott, en menn létu það ekki skemma stemmninguna.  Margir voru að taka þátt í sínu fyrsta móti og voru flestir komnir til að hafa gaman af.

 

 

 

Keppendum var skipt upp í tvö lið, en Steinar Þór Alfreðsson hafði verið valinn fyrirliði sjómanna og Unnsteinn Guðmundsson fyrirliði landkrabba.  Allt var þetta á léttu nótunum og til gamans gert, en jafnframt voru menn að keppa sín á milli því veitt voru verðulaun fyrir bestan árangur einstaklinga.  Keppt var í þremur riðlum sem skutu til skiptis, en skotnir voru tveir hringir. Skráð voru úrslit hvers og eins og stig sjómanna voru svo lögð saman gegn stigum landkrabba.

 

Heiðar á 2.palli - aðrir fylgjast með

 

Keppnin var jöfn og spennandi eftir fyrri hringinn, en í seinni umferðinni fóru línurnar að skírast.  Á endanum stóð Unnsteinn Guðmundsson uppi sem sigurvegari, en Gísli Valur Arnarson og Steinar Þór Alfreðsson voru jafnir í öðru sæti og því þurfti bráðabana til að skera úr um annað sætið.  Í bráðabananum voru skotnar 10 dúfur á mann og náði Gísli Valur að tryggja sér annað sætið með 8 brotnum dúfum.

 

Frá vinstri:  Gísli Valur, Unnsteinn og Steinar

 

Keppnin um farandbikarinn var ekki alveg eins jöfn, en lið sjómanna vann með nokkrum yfirburðum og fékk liðið að launum farandbikar sem þeir ætla að reyna að vera á næsta ári.  Ætlunin er að gera þetta mót að árlegum viðburði enda var þetta mjög skemmtilegt í alla staði og voru menn ánægðir með kvöldið.  Hægt er að skoða myndir frá mótinu í myndaalbúminu hér á heimasíðu félagsins.

 

Sigur liðið - lið sjómanna

 

Fríður hópur skotmanna

 

 

Skrifað af JP

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24