Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

27.05.2013 11:17

Fyrsta stigið í hús

Fyrsta stig Víkinga komið í hús


27. maí 2013

Víkingar Ólafsvík náðu í sitt fyrsta stig í Pepsídeildinni í gær þegar Eyjamenn sóttu þá heim á Ólafsvíkurvöll. Leikurinn fór fram við fremur erfiðar aðstæður, vindurinn gerði leikmönnum erfitt fyrir í sóknaraðgerðum og vart sást marktækifæri í leiknum, enda lauk honum með markalausu jafntefli, því fyrsta í deildinni í sumar. Liðin voru engu að síður að sýna gott spil og ágætis fótbolta á köflum. Víkingar börðust vel og í heild var þetta besti leikur liðsins í sumar. Einar Hjörleifsson gamli fyrirliði Víkingsliðsins og markvörðurinn var í liðinu annan leikinn í röð. Hann stóð sig vel eins og Víkingsliðið í heild. Einar sagði eftir leikinn margt jákvætt í leik liðsins og stigið fínan stökkpall til að byggja á í næstu leikjum.

 

 

 

 

Víkingar eru með eitt stig eftir fyrstu fimm umferðirnar og þar fyrir ofan er Fylkir með 2 stig og ÍA 3. Nú verður hlé á keppni í Pepsídeild vegna leikja í Bikarkeppni og landsleikja. Í næstu umferð mæta Víkingar Breiðabliki og fer sá leikur fram á Kópavogsvelli mánudaginn 10. júní.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06