Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

27.05.2013 10:24

Naumt tap hjá UMFG

Tap í dramatískum leik

Við mættum Fjarðabyggð í öðrum heimaleik okkar í röð. Eftir góðan sigur gegn Huginn um síðustu helgi var komið að verðugum andstæðing en Fjarðabyggð var spáð efsta sætinu í deildinni fyrir mótið. 


Leikurinn byrjaði með látum en strax á fyrstu mínútu komst Vincent einn í gegn og gaf fyrir á Golla sem var í dauðafæri en á einhvernóskiljanlegan hátt misnotaði hann það færi. Við byrjuðum með vindi og fengum fleiri færi til að skora en inn vildi boltinn ekki. Einnig gerðum við tilkall til að fá vítaspyrnu þegar að Vincent var að því er virðist klipptur niður inní teig en dómarinn sá ekki ástæðu til að flauta á það. Fjarðabyggð vann sig hægt og rólega inn í leikinn og fengu einnig sín færi en Viktor var vel á verði. Leikurinn var opinn og skemmtilegur og allt í járnum þangað til á 45 mínútu að Fjarðabyggð nær forystunni rétt fyrir leikhlé. Þá var smá misskilningur í vörninni sem varð til þess að einn leikmaður gestanna komst í ákjósanlegt færi og smurði boltann út við stöng, óverjandi fyrir Viktor í markinu. Staðan í leikhlé var því 0-1 gestunum í vil.


Í síðari hálfleik spiluðum við á móti vindi. Linta kom inná fyrir Kára sem var kominn með gult spjald á bakið. Erfiðlega gekk að skapa sér færi en Fjarðabyggð var svosem ekkert að gera neinar rósir. Það var svo á 68 mínútu að við fáum aukaspyrnu rétt fyrir utan teig hægra megin. Christian stillir boltanum upp og gefur góðan bolta fyrir sem dettur svo fyrir Aron sem smellir honum í netið og jafnar 1-1. 


20 mínútur eftir og nægur tími til stefnu. á 79 mínútu verðum við svo fyrir áfalli þegar að Tryggvi fær beint rautt spjald fyrir ofsafengna framkomu í garð andstæðings. Frekar súrt þar sem að þessi sami andstæðingur hafði sparkað aftan í hann þegar að boltinn var ekki í leik. Einum færri átti róðurinn svo eftir að þyngjast. 


Svo varð raunin og sókn Fjarðabyggðar þyngdist smátt og smátt. Það var svo á 86 mínútu að þeir sleppa í gegn og sóknarmaður þeirra er felldur innan teigs og vítaspyrna dæmd. Útlitið svart en Viktor gerði sér lítið fyrir og varði vítið og hélt von okkar um stig áfram á lofti.


Þegar þarna var komið við sögu var farið að draga verulega af okkar mönnum og mikið bil farið að myndast á milli varnar og sóknar. Þetta nýttu gestirnir sér og náðu að setja sigurmark í uppbótartíma og fóru því með öll stigin austur. Hrikalega svekkjandi miðað við allt sem á undan var gengið.


En svona er boltinn. Nú eru tæpar 2 vikur í næsta leik en þann 7. júní næstkomandi förum við í ferðalag þar sem að við spilum  2 leiki á sömu helginni. Við eigum leik við Magna á Grenivík 7. eða 8. júní og svo eigum við leik við Leikni Fáskrúðsfirði þann 9. júní. Tveir hrikalega erfirði leiki en Leiknir hefur byrjað mótið af miklum krafti og eru með fullt hús stiga.

Fleiri myndir eru inni í myndaalbúminu.


Skrifað af Tommi

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15
Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15