Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

22.05.2013 11:21

Tap fyrir norðan

Víkingar töpuðu fyrir norðan


Þrátt fyrir að vera öllu sterkara liðið á Þórsvellinum á Akureyri í gær tókst Víkingum ekki að ná stigi úr leiknum og urðu að sætta sig við 1:0 tap. Víkingar eru því stigalausir eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Pepsídeildinni og á botnum ásamt hinu Vesturlandsliðinu, ÍA, sem fær tækifæri til að breyta stöðunni í kvöld þegar Framarar koma í heimsókn á Akranesvöll. Leikurinn á Þórsvellinum einkenndist af baráttu milli teiganna á illa grónum vellinum eftir vetrarríkið fyrir norðan. Færi voru fá og fyrri hálfleikur leið án þess að til tíðinda drægi. Þórsarar komust svo yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Kom markið eftir mikinn atgang í teignum.

 

 

 

 

"Við vorum ekki nógu grimmir upp við markið og því fór sem fór," sagði Guðmundur Steinn Hafsteinsson framherji Víkinga eftir leikinn og Ejup Purisevic þjálfari Víkings sagði að liðið hefði verðskuldað meira úr þessu leik. Leikur liðsins hefði verið ágætur og vörnin aðeins bilað í hálfa mínútu og það reynst dýrkeypt. Víkinga bíður næst það verkefni í Pepsídeildinni að mæta ÍBV í Eyjum nk. sunnudag.

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52