Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

22.05.2013 11:20

Framkvæmdir hjá Skotgrund

Framkvæmdafréttir

Mikið er um að vera hjá Skotgrund þessa dagana hvað framkvæmdir varðar.  Búið er að kaupa lyklabox til að setja utan á félagshúsnæðið, staura og girðingaefni, málningu o.fl.  Birgir og Steini Gun fengu  gefins stóran vatnstank sem þeir eru að smíða vagn undir, en hann á að sjá okkur fyrir vatni í félagshúsnæðið þar sem ekkert vatn er á svæðinu.

 

Búið er að hafa samband við skiltagerð um að búa til skilti fyrir okkur á svæðið, en þau eru í hönnun.  Einnig er verið að skera út stafi félagsins og er ætlunin að setja upp nafn félagsins utan á félagshúsnæðið.  Gummi er búinn að yfirfara ljósavélina, rafvirki hefur verið fenginn til að yfirfara kastvélarnar og strákarnir í Ólafsvík eru að hanna nýja riffilbatta.

 

Í dag fékk félagið gefins dekk frá KB bílaverkstæði og er ætlunin að steypa girðingastaurana fasta í dekkin, því ekki er hægt að reka niður staura á æfingasvæðinu.  Dekkin verða svo grafin niður undir yfirborðið.  Almenna umhverfisþjónustan ehf. ætlar að steypa fyrir okkur staurana í dekkin og er reiknað með því að það verði gert á morgun.  Það ætti því að vera hægt að fara að mála og girða mjög fljótlega.

 

Hægt verður að fylgjast með framgangi framkvæmda hér á heimasíðunni.

 

Staurarnir og dekkin tilbúin fyrir steypu.
Skrifað af JP

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16