Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

21.05.2013 08:53

Góð byrjun hjá Grundfirðingum

Sigur í fyrsta leik

Við byrjuðum íslandsmótið á því að taka á móti liði Hugins frá Seyðisfirði í nýju þriðju deildinni. Upphaflega átti þessi leikur að fara fram laugardaginn 18. maí en vegna óveðurs var honum frestað um sólarhring.Sunnudaginn 19. maí var ennþá bálhvasst og leiknum var því frestað um 2 klukkustundir. Dómarinn flautaði svo leikinn á klukkan 19:30 en þá var komið hið ágætasta veður til knattspyrnuiðkunar. Leikurinn var í góðu jafnvægi þar sem að bæði lið skiptust á að sækja og skapa sér færi. Huginn náði svo að skora á 27 mínútu þegar að Marko Nikolic náði að koma boltanum í netið eftir klafs í teig okkar. Eftir þetta sóttum við í okkur veðrið og hófum stórsókn. Golli komst í dauðafæri þegar að hann slapp einn innfyrir vörn Hugins en Atli Gunnar Guðmundsson markvörður þeirra sá við honum. Það var svo á 45 mínútu að Dalibor komst í gott færi sem að hann kláraði vel og jafnaði metin í 1-1. Huginn tók miðju og í því flautaði dómarinn til leikhlés.Huginn byrjaði svo síðari hálfleikinn af miklum krafti og uppskar vítaspyrnu þegar að einum Huginsmanni var brugðið innan vítateigs á 52 mínútu. Friðjón Gunnlaugsson steig á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi fram hjá Viktori sem að kom engum vörnum við. Gestirnir komnir í vænlega stöðu og drógu sig aðeins tilbaka og beittu skyndisóknum. Sóknin hjá okkur þyngdist smátt og smátt og á 73 mínútu jafnaði Ingólfur Golli metin þegar að hann slapp aftur einn innfyrir og í það skiptið kláraði hann færið af mikilli yfirvegun. Staðan orðin 2-2 og skammt eftir af leiknum. Aðeins fimm mínútum síðar var Golli aftur á ferðinni þegar að hann fékk góða sendingu innfyrir vörn gestanna. Hann gerði engin mistök þegar að hann skoraði fram hjá Atla í markinu og kom okkur í  3-2. Við þéttum vörnina eftir þetta mark og náðum að halda út og innbyrða fyrsta sigur sumarsins. 3 stig staðreynd en okkur var spáð neðsta sæti deildarinnar fyrir mót eins og frægt er orðið. 


Skrifað af Tommi

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16