Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

13.05.2013 13:49

Aðalfundur Skotgrund

Aðalfundur - Fundargerð

Aðalfundur Skotgrundar fór fram síðastliðinn miðvikudag í húsnæði félagsins í Hrafneklsstaðabotni þar sem boðið var upp á léttar veitingar.  Mætingin var mjög góð og sáust nokkur ný andlit á fundinum,

 

Mynd frá aðalfundinum.

 

Byrjað var á því að fara yfir skýrslu stjórnarinnar frá liðnu starfsári, en skýrslu stjórnarinnar má sjá hér.  Ársreikningi félagsins voru gerð skil, en fram kom að félagið er skuldlaust sem stendur og gengur reksturinn nokkuð vel.  Aðal innkoma félagsins er félagsgjöld, sem greidd eru af félagsmönnum og ræðst uppbygging félagsins aðallega á því hversu vel þau skili sér, því öll innkoma af félagsgjöldum fer í rekstur og uppbyggingu á svæðinu. Ákveðið var að árgjald félagsins yrði óbreytt, en það eru litlar 5.000 kr. á ári og hefur það verið óbreytt síðastliðin 16 ár. 

 

Því næst fór fram kosning stjórnar, en allir starfandi stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi starfa og var stjórnin endurkjörin til eins árs.  Stjórn Skotgrundar er þannig skipuð:

 

Jón Pétur Pétursson - Formaður

Gústav Alex Gústavsson - Ritari

Tómast Freyr Kristjánsson - Gjaldkeri

Guðmundur Pálsson - Meðstjórnandi

Guðni Már Þorsteinsson - Meðstjórnandi

Þorsteinn Björgvinsson - Meðstjórnandi

 

Að hefðbundnum aðalfundarstörfum loknum var á dagskrá "önnur mál" en þar var m.a. rætt um framtíðaráform félagsins, öryggismál, aðgengi að svæðinu, umgengni og æfingasvæðið í heildsinni.  Sett var upp framkvæmdaáætlun fyrir sumarið og fundarmenn skiptu með sér verkum.  Verkefnunum var forgangsraðað eftir mikilvægi þeirra, en ekki vantar hugmyndirnar.  Félagið er stórhuga hvað framkvæmdir varðar, en ljóst er að uppbyggingin mun taka nokkur ár.  Markmið félagsins er að geta boðið upp á sem allra besta æfingastöðu til skotæfinga með öryggi allra í fyrirrúmi. 

 

Unnsteinn Guðmundsson og Jón Ingi P. Hjaltalín

 

Að fundinum loknum var setið lengi á spjalli.  Einhverjir tóku hringi á leirdúfuvellinum á meðan að aðrir stilltu sér upp á riffilsvæðinu.  Heilt á litið þá var fundurinn mjög vel heppnaður og stemmningin góð, en frekari umræðuefni fundarins og ákvarðanatökur má sjá hér fyrir neðan. 

http://skotgrund.123.is/blog/

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 324
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294800
Samtals gestir: 253651
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:07:57
Flettingar í dag: 324
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294800
Samtals gestir: 253651
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:07:57