Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

13.05.2013 12:52

Tap gegn Stjörnunni 3-2

Sigurviljann vantaði hjá Víkingum í Garðabænum


13. maí 2013

Víkingar eru enn án stiga í Pepsídeildinni eftir 3:2 tap á móti Stjörnunni í Garðabænum í gær. Víkingar virtust ekki tilbúnir í leikinn og voru slakir í fyrri hálfleiknum þegar Stjörnumenn náðu tvívegis að skora. Næsti leikur Víkings verður á heimavelli næsta fimmtudagskvöld, þegar Keflvíkingar koma í heimsókn. Þeir eru einnig án stiga í deildinni. Víkingar gáfu heimamönnum í Stjörnunni fullmikið frjálsræði í fyrri hálfleiknum á "teppinu" í Garðabænum. Það kostaði að heimamenn skoruðu tvívegis, Halldór Orri Björnsson á 11. mínútu og Jóhann Laxdal skömmu síðar eða á þeirri 14. Ejub hélt skammarræðu yfir sínum mönnum í hálfleik og Víkingar komu ákveðnir til seinni hálfleiks. Björn Pálsson náði strax að minnka muninn á 49. mínútu.

 

 

 

 

Víkingar börðust áfram og voru allt eins líklegir til að jafna metin, en þess í stað skoraði bakvörðurinn Jóhann Laxdal aftur fyrir Stjörnuna á 72. mínútu. Þótti það mark í ódýrari kantinum. Víkingar náðu að skora undir lok leiksins, Damir Muniwic, en það var full seint. Silfurskeiðin fagnaði í lokin fremur öruggum sigri sinna manna.

 

Ejub Purisevic þjálfari Víkings sagði eftir leikinn að von væri á þremur nýjum leikmönnum í vikunni, einum varnarmanni og tveimur sóknarmönnum. Ekki verður þó að telja líklegt að þeir verði komnir í hópinn hjá Víkingum fyrir leikinn gegn Keflvíkingum á fimmtudagskvöldið, enda á lið Víkings eins og það er nú skipað að geta halað inn stig, þótt nokkuð virtist skorta á sjálfstraustið í Garðabænum.

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32
Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32