Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

07.05.2013 11:22

Vesturlandsmót í Boccia

Skagamenn og Grundfirðingar í efstu sætum Vesturlandsmóts í boccia


7. maí 2013

Vesturlandsmótið í boccia var haldið í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi síðastliðinn laugardag. Mótið var í umsjón íþróttanefndar Félags eldri borgara á Akranesi og nágrennis, FEBAN, og tókst framkvæmd öll ágætlega. Aðstaða öll er góð á Akranesi til mótahalds af þessu tagi, svo sem aðbúnaður keppenda og sala veitinga. Alls áttu átta félög rétt til þátttöku en keppendur frá fimm félögum með alls fimmtán lið mættu til leiks. Keppni var jöfn og skemmtileg og sáust mörg góð tilþrif þegar kappsamir leikmenn reyndu að kasta rauða eða bláa boltanum sem næst þeim hvíta. Undirbúningur, framkvæmd og stjórn mótsins var í höndum Ingimundar Ingimundarsonar og Flemming Jessen, en Ingimar Magnússon formaður FEBAN setti mótið, afhenti verðlaun og var þulur.

 

 

 

 

Helstu úrslit urðu þau að lið heimamanna var í tveimur efstu sætunum. Sigurliðið var skipað þeim Ingu Helgadóttur, Þórhalli Björnssyni og Tómasi Sigurþórssyni. Silfurverðlaun hluta lið sem nefndist Akranes 2, skipað þeim Sveini Þórðarsyni, Þorvaldi Valgarðssyni og Fróða Einarssyni. Grundfirðingar áttu svo liðið sem hafnaði í þriðja sæti. Það var skipað þeim Jónínu Kristjánsdóttur, Kristínu Árnadóttur og Ólöfu Pétursdóttur.

 

Ljósm. Þórhallur Teitsson.


 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16