Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

14.04.2013 19:55

Bæði Snæfellsliðin komin í sumarfrí
Undanúrslitaviðureign KR og Snæfells er lokið með 3-1 sigri KR í rimmunni. Liðin mættust í sínum fjórða leik í DHL Höllinni í dag þar sem KR hafði 68-67 spennuþrunginn sigur á Hólmurum. Leikurinn var mögnuð skemmtun þar sem liðin skiptust á forystunni en þegar upp var staðið náði KR að slíta sig lítið eitt frá á lokasprettinum og það dugði til að tryggja sigurinn. Shannon McCallum átti enn einn skrímslaleikinn með 40 stig, 13 fráköst, 5 stoðsendingar og 7 stolna bolta!


Fyrrum liðsfélagarnir Jón Ólafur Jónsson og Justin Shouse buðu upp á þriggja stiga hólmgöngu í Ásgarði í kvöld. Þegar reykinn lagði voru það Garðbæingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar, lokatölur 97-84 og Stjarnan leikur til úrslita í annað sinn á þremur árum. Snæfell var aldrei langt undan í kvöld en meiðsli Jay Threatt voru þeim einfaldlega um megn þessa tvo síðustu leiki liðsins á tímabilinu. Jarrid Frye var stigahæstur hjá Stjörnunni í kvöld með 27 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar en Jón Ólafur Jónsson gerði 30 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar hjá Snæfell.
 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2238
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292711
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 13:21:33
Flettingar í dag: 2238
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292711
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 13:21:33