Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

10.04.2013 08:53

75 Sambandsþing HSH

75. Héraðsþing HSH var haldið í Samkomuhúsi Grundarfjarðar  í gær, 9 apríl.

Þingið var þokkalega sótt en 26 þingfulltrúar sóttu þingið. Þingforseti var Dagný Þórisdóttir og stjórnaði hún þingi af mikill röggsemi. Þingritarar voru þær María Valdimarsdóttir og Harpa Jónsdóttir. Gestir þingsins voru þau Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og Helga G Guðjónsdóttir formaður UMFÍ..
Fjórir aðilar fengu afhent starfsmerki en það voru, Hallur Pálsson UMFG, og Anna María Reynisdóttir UMFG, sem fengu silfurmerki UMFÍ. Ásgeir Ragnarsson Vestarr sem fékk silfurmerki ÍSÍ og Þorsteinn Björgvinsson Skotfélagi Grundarfjarðar sem fékk Gullmerki ÍSÍ. Óskum við þeim til hamingju með það.

Á þinginu var samþykkt að hvetja þjálfara félaganna að sækja símennturnarnámskeið sem í boði eru við íþróttaþjálfun og kennslu. Einnig eru þjálfarar hvattir til að auka vægi heilbrigðs lífernis og drengilega framkomu í leik og starfi.

Sveitarfélögum var þakkaður stuðningur við það öfluga íþróttastarf sem unnið er á sambandssvæði HSH og einnig var samþykkt að hvetja ÍSÍ og UMFÍ að halda áfram með ánægjuvogina.

Hermundur Pálsson var endurkjörinn formaður en nokkur breyting varð á stjórn.
Í stjórn komu nýir, Kristján M Oddsson, Garðar Svansson, Sólberg Ásgeirsson og Elín Kristrún Halldórsdóttir.
Úr stjórn viku þau Edda Sóley Kristmannsdóttir, Tómas F Kristjánsson, Þráinn Ásbjörnsson og Hjörleifur K Hjörleifsson og er þeim þökku góð störf í þágu íþrótta og félagsstarfa.

Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ  Þórey Jónsdóttir (tók við starfsmerki fyrir hönd Ásgeirs) og Þorsteinn Björgvinsson


Hallur Pálsson,  Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ og Anna María Reynisdóttir

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10