Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

06.04.2013 19:29

Snæfell vann KR, staðan 1-1

Snæfell vann í háspennuleik

Vísir Körfubolti 06. apríl 2013 
Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells.
Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells.
Snæfell jafnaði í dag metin gegn KR í undanúrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna með naumum sigri, 61-59, í æsispennandi leik.

KR vann fyrsta leik liðanna í Stykkishólmi og fékk því tækifæri til að komast í 2-0 á heimavelli í dag. KR-ingar byrjuðu betur í leiknum en munurinn var þó aldrei mikill á milli liðanna. Staðan í hálfleik var 34-30, KR-ingum í vil.

Staðan var 59-55 þegar þrjár mínútur voru eftir og þá tók Snæfell völdin í sínar hendur. Hildur Sigurðardóttir jafnaði metin þegar 29 sekúndur voru eftir og KR hélt í sókn.

En Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir klikkaði á skoti og gestirnir fengu boltann þegar sautján sekúndur voru eftir. Kieraah Marlow kom Snæfelli yfir en það var þó enn tími fyrir KR-inga.

Shannon McCallum reyndi þriggja stiga körfu þegar leiktíminn var að renna út en skotið geigaði. Tveggja stiga sigur Snæfells var því staðreynd en þegar uppi var staðið hafði Snæfell skorað sex síðustu stig leiksins.

Marlow skoraði 26 stig fyrir Snæfell og tók tólf fráköst. Berglind Gunnarsdóttir bætti við þrettán stigum fyrir gestina. Hjá KR var McCallum stigahæst með 31 stig en Sigrún Ámundadóttir kom næst með ellefu.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52