Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

28.03.2013 11:39

Æfingaferð í frjálsum íþróttum 6 apríl

Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða nú til annarrar samæfingar í Laugardalshöll fyrir iðkendur sína

Við höfum fengið tíma í frjálsíþróttaaðstöðunni í Laugardalshöll, laugardaginn 6. apríl nk. og stefnum að sameiginlegri æfingaferð með frjálsíþróttafólkið okkar.

Eftirfarandi er ákveðið um ferðina:

  • Fyrir þátttakendur 10 ára (árgangur 2003) og eldri
  • Þjálfarar á starfssvæðinu munu sjá um þjálfun, en okkur til aðstoðar verða gestaþjálfarar frá stærri félögum á höfuðborgarsvæðinu - nánar kynntir síðar
  • Æfðar verða flestar greinar, s.s. spretthlaup, langstökk, hástökk og kastgreinar.
  • Dagskrá: Æfing frá kl. 13-16, sameiginleg máltíð og svo sundferð eftir því sem áhugi er fyrir
  • Líklegt er að farið verði sameiginlega í rútu/bíl.
  •  Kostnaður verður líklega ca. 2-3 þúsund krónur á þátttakanda.
Kæru iðkendur og foreldrar!

Síðasta æfing tókst mjög vel. Þessi æfingaferð er mikilvægt skref í samstarfi sem getur skilað okkur umtalsverðum ávinningi og skemmtilegri reynslu.

Mikilvægt er að vita sem allra fyrst hverjir hafa áhuga og komast.

Skráningar þurfa að berast til  - í síðasta lagi miðvikudaginn 3. apríl nk.

Hægt er að skrá sig hjá eftirfarandi aðilum

Kristínar Höllu Grundarfirði, í síma 899 3043 eða með tölvupósti á netfangið kh270673@gmail.com

Elín Rögnu Þórðardóttir, Stykkishólmi í síma 864-3849

og Ragnhildi Sigurðardóttir, Staðarsveit, í síma 848-2339
Með frjálsíþróttakveðju,

SAMVEST samstarfið

27. mars 2013Skrifað af Björgu

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52