Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

25.03.2013 01:02

Víkingur í 8 liða úrslit

Sæti í 8 liða úrslitunum í höfn.

24. mars 2013 klukkan 22:32

Lengjubikar
Egilshöll
Sunnudaginn 24.mars 2013

Fjölnir - Víkingur Ó  0-1  (0-0)

Víking Ó verður dæmdur 3-0 sigur eftir að Fjölnir notaði tvo ólöglega leikmenn í leiknum.

0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (48.mín)


Víkingur Ó braut enn og aftur blað í sögu sinni í dag þegar liðið tryggði sér í fyrsta sinn sæti í 8 liða úrslitum A-deildar Lengjubikarsins. Þetta er frábær árangur hjá liðinu okkar. Eins og staðan er í dag gætu andstæðingar okkar í 8 liða úrslitunum verið annað hvort ÍA eða Stjarnan, en óvænt úrslit í einhverjum leikjum sem eftir eru geta breytt þessu. En við eigum samt eftir að spila tvo leiki í riðlinum til viðbótar og er stutt í þá. Fyrri leikurinn verður spilaður á gervigrasvelli Leiknis uppí Breiðholti á miðvikudaginn kemur gegn Íslandsmeisturum FH. Seinni leikurinn verður síðan gegn ÍBV á sama velli sunnudaginn 1.apríl kl. 16.00. (Annar í páskum).

Í dag spiluðu leikmenn Víkings Ó þokkalega og samt nógu vel til að ná undirtökunum í leiknum. Í bæði lið vantaði lykilmenn. Hjá okkur vantaði þrjá meidda leikmenn, þá Guðmund Magnússon, Eyþór Helga Birgisson og Damir Muminovic. Þeir ættu allir að vera klárir í næsta leik gegn FH.

Í dag skoraði Guðmundur Steinn Hafsteinsson sitt 30 mark fyrir Víking Ó í 57 leikjum.

Það sem ég er ánægðastur með hjá Víkings Ó liðinu er það hve liðið er í góðu formi. Þeir eru tilbúnir fyrir Pepsídeildina að mínu mati, hvað varðar formið. Þjálfaragengið (Ejub, Dzevad og Bega) eru búnir að undirbúa liðið þvílíkt vel að ég er orðinn bjartsýnn á að liðið muni gera góða hluti í sumar.

Í dag mætti mikill fjöldi áhorfenda á leikinn. Það má alveg segja að það hafi verið uppselt í öll sæti. Það var gaman að sjá marga Ólsara og nærsveitunga á leiknum í dag. Ég ætlaði að nafngreina alla þá sem ég sá á vellinum en þeir voru bara of margir til að ég nenni að skrifa öll nöfnin.

Í dag valdi ég þessa þrjá sem þrjá bestu leikmenn okkar, Emir Dokara, Farid Zato og Kaspars Ikstens markvörður. Emir var stórkostlegur í dag í stöðu vinstri bakvarðar, Farid Zato lék eins og hershöfðingi á miðjunni og Kaspars Ikstens var öryggið uppmálað í markinu og varði allt það sem þurfti að verja enda hélt liðið hreinu í dag.

Ég mætti með blaðið mitt og pennann minn.

Byrjunarliðið í dag: Kaspars Ikstens, Björn Pálsson, Tomasz Luba, Emir Dokara, Brynjar Kristmundsson, Eldar Masic, Farid Zato, Steinar Már Ragnarsson, Jernej Leskovar, Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Fannar Hilmarsson. Varamenn: Einar Hjörleifsson, Dominik Bajda, Kristinn M. Pétursson, Alfreð Már Hjaltalín og Ólafur Hlynur Illugason.

2.mín. Guðmundur Steinn Hafsteinsson spilar sig í gott skotfæri frá vítateigslínu og á skot á markið sem markvörðurinn ver.
3.mín. Fannar Hilmarsson með skot hátt yfir markið.
5.mín. Leikmaður Fjölnis reynir skot á markið úr vítateignum og yfir markið.
8.mín. Dauðafæri hjá Fjölni. Guðmundur Karl Guðmundsson leikmaður Fjölnis fær boltann frír inní teig vinstra megin og skýtur framhjá stönginni hægra megin. Þarna vorum við heppnir.
12.mín. Jernej Leskovar með skot hátt yfir markið.
13.mín. Fannar Hilmarsson með skot sem fór rétt framhjá.
15.mín. Steinar Már Ragnarsson með fast skot beint í fangið á markverðinum frá vítateig.
17.mín  Leikmaður Fjölnis með hörkuskot á markið sem Kaspars Ikstens ver með tilþrifum í horn.
18.mín. Leikmaður Fjölnis skallar lausan bolta framhjá eftir hornið.
19.mín. Mikil hætta skapaðist við mark Víkings Ó þegar boltinn rennur framhjá hverjum sóknarmanni Fjölnis fyrir framan markið og í útspark.
24.mín. Jernej Leskovar í flottu færi eftir sendingu Brynjars Kristmundssonar. Hann skaut í skrefinu og framhjá markinu. Óheppni.

Hálfleikur.

48.mín. MARK. 0-1. Eldar Masic fær boltann í dauðafæri en Þórður Ingason í marki Fjölnis ver frá honum. Eldar nær boltanum aftur og rennir honum fyrir markið á Guðmund Stein sem gat ekki annað en rennt honum í opið markið.
54.mín. Eldar Masic með óvænt fast skot á markið sem Þórður markvörður ver með tilþrifum í horn.
58.mín. Fannar Hilmarsson í dauðafæri á markteig og skýtur yfir.
60.mín. Björn Pálsson með þrumufleyg á markið sem Þórður Ingason markvörður ver enn og aftur með tilþrifum.
61.mín. Stangarskot hjá Fjölni. Leikmaður sem er í skoðun hjá þeim kemst í dauðafæri við fjærstöng og skýtur í stöngina og í hliðarnetið.
62.mín. Fannar Hilmarsson kemst í gegn hægra megin og skýtur í hliðarnetið.
63.mín. RAUTT SPJALD. Brotið er á Guðmundi Steini sem er að komast einn í gegn og varnarmaður Fjölnis fær rautt spjald fyrir vikið.
64.mín. Eftir að Brynjar Kristmundsson hafði þrumað boltanum í varnarvegg Fjölnis úr aukaspyrnu berst boltinn út til Farid Zato sem þrumar á markið og Þórður Ingason ver skotið með tilþrifum í horn. 
65.mín. Guðmundur Steinn Hafsteinsson fær boltann á markteig og einn varnarmanna Fjölnis nær að bjarga á síðustu stundu.
66.mín. Steinar Már Ragnarsson skýtur á óskiljanlegan hátt framhjá á markteig fyrir miðju marki.
73.mín. Einstefna Víkings Ó er í gangi þessar mínútur enda einum fleiri.
74.mín. Farid Zato skallar hornspyrnu yfir.
80.mín. Jernej Leskovar skýtur yfir markið úr teignum.
80.mín. Alfreð Már Hjaltalín og Ólafur Hlynur Illugason koma inná fyrir Brynjar Kristmundsson og Fannar Hilmarsson.
82.mín. Frábært skyndiupphlaup Víkings Ó sem endar með því að Farid Zato kemst einn gegn Þórði markverði. Þórður sér við honum og ver skotið.
83.mín. Ólafur Hlynur Illugason með skot beint á markvörðinn.
85.mín. Kristinn M. Pétursson kemur inná fyrir Björn Pálsson.
90.mín. Fjölnir nálægt því að jafna. Þeir fá tvö fín færi á lokamínútunni og Kaspars Ikstens ver í tvígang frá þeim.

Leik lokið.

Næsti leikur er gegn Íslandsmeisturum FH á gervigrasvelli Leiknis í Breiðholti miðvikudaginn 27.mars kl. 19.00.

Mætum sem getum.

Helgi Kristjánsson

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 1981
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292454
Samtals gestir: 253526
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:10:10
Flettingar í dag: 1981
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292454
Samtals gestir: 253526
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:10:10