Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

12.03.2013 09:34

Héraðsmót HSH í frjálsum

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum

 

Það var líf og fjör í íþróttahúsinu í Stykkishólmi laugardaginn 9. mars sl., þegar árlegt héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhúss var haldið þar. Mótið hófst kl. 13 eftir að þátttakendur höfðu hitað upp og teygt á.

Keppendur voru tæplega 58 talsins, 38 frá Snæfelli og 20 frá UMFG. Aldursdreifing var þannig að í flokki 8 ára og yngri voru 19 þátttakendur, stelpur og strákar, í flokki 9-10 ára voru 24 keppendur, í flokki 11-12 ára voru 9 keppendur og í flokki 13-14 ára og 15-16 ára voru 3 keppendur í hvorum flokki.

Allir flokkar kepptu í 35 m spretthlaupi, langstökki með atrennu og langstökki án atrennu. Níu ára og eldri kepptu auk þess í hástökki og hjá 11 ára og eldri bættist kúluvarp við. 

Í frjálsunum er það þannig að strákar og stelpur keppa í sitt hvorum flokknum. Keppni innanhúss er skráð sérstaklega og árangur þar ekki borinn saman við árangur í keppni utanhúss, sem er sér flokkur í afrekaskrá Frjálsíþróttsambands Íslands.

Mótið gekk vel fyrir sig og það það var gaman að fylgjast með krökkunum. Leikgleðin var ríkjandi, þau yngstu pössuðu vel uppá að fylgja röðinni sinni, telja hve oft þau væru búin að stökkva og leggja árangurinn á minnið. Þau sem voru að mæta í annað sinn á héraðsmót höfðu greinilega lært mikið og þroskast síðan í fyrra og áttu í engum vandræðum með greinarnar.

Allir 10 ára og yngri fengu þátttökuverðlaun en veitt voru verðlaun fyrir efstu sæti í flokkum 11 ára og eldri. Í þeim flokkum eru því miður fáir í hverjum flokki, jafnvel svo að dugar ekki til að fylla verðlaunasætin, gull, silfur og brons. Það er til umhugsunar fyrir okkur Snæfellinga af hverju svo er og hvort hægt sé að auka þátttöku unglinga í frjálsum íþróttum, bæði æfingum og keppnum.

Eitt héraðsmet var sett á mótinu. Björg Hermannsdóttir, UMFG stökk 4,59 m í langstökki með atrennu og bætti þar með héraðsmet HSH í langstökki innanhúss í flokki stúlkna 11-12 ára. Eldra met átti Heiðdís Lind Gunnarsdóttir, 4,51m en það var sett fyrir nákvæmlega 16 árum, þann 9. mars 1997.

Þess má einnig geta að í  október sl. bætti Björg aldursflokkamet  HSH í langstökki innanhúss 11 ára stúlkna þegar hún stökk 4,26 m, en eldra met var 3ja ára gamalt og var 4,00 m.

HSH vill þakka keppendum fyrir þátttökuna, aðstandendum þeirra og öðrum gestum fyrir komuna, mótsstjóra Maríu Valdimarsdóttur og foreldrum sem tóku þátt í að mæla og skrá úrslit á mótinu er sömuleiðis þakkað fyrir þeirra góða framlag.

 

Frjálsíþróttaráð HSH

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32
Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32