Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

26.02.2013 11:24

Snæfell tapaði á Króknum

26.02.2013 01:19 nonni@karfan.is
Tindastóll atti kappi við Snæfellinga þetta mánudagskvöld í Síkinu á Sauðárkróki, í virkilega mikilvægum leik, sérstaklega fyrir heimamenn sem eru í blóðugri fall/úrslitakeppnisbaráttu. Liðin létu óvenjulegan leiktíma ekki trufla sig mikið nema síður sé, og buðu upp á algjöra eðal skemmtun fyrir alltof lítinn pening. Eigilega skandall að áhorfendur hafi bara borgað þúsund kall fyrir miðann.
 
Mikið tempó var strax í upphafi leiks, og bæði lið voru í háum gír. Tindastólsmenn voru spila hraðann bolta en Snæfellingar héldu vel í Stólana með Sigurð Þorsteinsson og Jay Threatt baneitraða fyrir utan bogann og refsuðu grimmilega í hvert einasta skipti sem Stólarnir náðu ekki að stíga út í þá. Síðan þegar Pálmi, Amaroso og Nonni Mæju náðu allir að setja einn þrist í púkkið hver undir lok annars leikhluta náðu Snæfellingar smá forskoti og leiddu kurteisislega í hálfleik 39-46 með 10 af 20 í þriggja stiga skotum.
 
Seinni hálfleikur byrjaði rólega og liðin tóku nokkrar mínútur í að byrja leikinn aftur. Það má segja að leikurinn hafi hafist fyrir alvöru þegar Helgi Rafn fékk opinn þrist um miðjan þriðja leikhluta og skellti honum ofan í og setti stöðuna í 45-48. Það kveikti vel í rassinum á Tindastólsmönnum, þeir þéttu vörnina og tóku völdin á vellinum með Helga Rafn algjörlega þyrlutrylltan inn á. Leikhlutinn endaði 22-13 fyrir Tindastól og því byrjuðu þeir fjórða leikhluta með tvö stig í plús, 61-59.
 
Fjórði leikhluti var síðan algjörlega í járnum, þannig mátti sjá þessar tölur í leikhlutanum: 61-61, 63-63, 65-65, 67-67 og 69-69. Það var ekki fyrr en þrjár mínútur voru eftir sem Stólarnir fóru að búa til meira en einnar sóknar gat. Bræðurnir Svavar og Hreinn settu niður stig á þessum kafla og fögnuðu þannig enn einum bróðurinum sem kom í heiminn fyrir viku síðan en stærsta karfa leiksins kom þegar tvær mínútur voru eftir. Þá setti Helgi Freyr niður rándýran þrist sem breytti stöðunni í 78-71 og Snæfellingar komnir með bakið við tvo veggi.
 
En leikurinn var langt í frá búinn því Snæfellingar voru engan veginn búnir að gefast upp. Lokamínútan var eftir og eins og allir vita gerast ævintýrin þar. Eftir tvo vítaskot frá Threatt og Gibson, setti Siggi Þorvalds niður rosalegan þrist þegar 40 sek voru eftir og staðan 80-78. Helgi Rafn komst á vítalínuna hinum meginn en skotin fóru forgörðum og því fengu Snæfellingar frábært tækifæri til að jafna leikinn eða jafnvel eitthvað meira.
 
Snæfellingar tóku sér góðan tíma í sókninni sem endaði þannig að brotið var á Amaroso þegar 8 sekúndur voru eftir sem gaf Amaroso tækifæri til að spreyta sig á vítalínunni. Fyrra skotið fór ofan í, 80-79 og allt algjörlega stjörnuvitlaust í Síkinu og víðar.Taugarnar héldu hins vegar ekki hjá Amaroso og áhorfendum tókst að öskra seinna vítið af hringnum. Snæfellingar brutu strax á Helga Rafni sem kom stöðunni í 81-79.
 
Snæfellingar fengu 7 sekúndur til að jafna. Jay Threatt keyrði upp að körfunni og fékk algjörlega opið sniðskot á síðustu sekúndinni... en aftur tókst áhorfendum að öskra skotið uppúr hringnum og þannig fór sem fór, 81-79, góður og líklega sanngjarn sigur Tindastólsmanna.
 
Helgi Rafn fór algjörlega fyrir sínum mönnum, bæði í vörn, sókn, í upphitun, á bekknum, í hálfleik og eftir leik og átti mestan heiðurinn af því að orustan um teiginn fór 40-22 fyrir Stólunum í kvöld. Þá átti Tariq Johnson góðan leik fyrir Stólanna en hann var ansi grimmur í kvöld og náði að pota inn 21 stigi. Annars var þetta einn af þessum liðsheildarsigrum hjá Stólunum þar sem leikurinn vannst í vörninni. Seint vanmetinn þessi varnarleikur.
 
Hjá Snæfellingum voru Amaroso með 16/16 og Jay Threatt með 30/4/5 lang öflugastir, með smá hjálp frá Sigurði og Pálma. Snæfellingar sýndu mikinn karakter í lokin en ekki var það nóg í þetta sinn og Tindastólsmenn fagna í kvöld.
 
 
Umfjöllun/ BIÓ

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19