Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

22.02.2013 11:27

Víkingur og VÍS

VÍS verður öflugur bakhjarl Víkings í Ólafsvík næstu tvö ár, en eins og flestir vita þá etja Víkingar í fyrsta sinn kappi við bestu lið landsins í efstu deild á næsta sumar. Á heimasíðu VÍS segir:

Knattspyrnulið Víkings hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarin ár fyrir frammistöðu sína á vellinum og uppgang. Hápunktinum var náttúrlega náð í fyrra þegar félagið tryggði sér sæti í Pepsideildinni með glæsibrag. Það verður gaman að sjá Ólafsvíkinga spreyta sig á meðal þeirra bestu næsta sumar og við óskum þeim að sjálfsögðu velfarnaðar í baráttunni. VÍS er með öfluga starfsemi um allt land og við leggjum metnað okkar í að styðja við bakið á liðum sem víðast eftir því sem aðstæður leyfa hverju sinni. Nú erum við stoltir bakhjarlar tveggja liða á Vesturlandi sem leika í efstu deild", segir Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs VÍS og vísar þar til ÍA.

Jónas Gestur Jónasson formaður knattspyrnudeildar Víkings er ánægður með samninginn. "Ég held að öllum sé ljóst hversu kostnaðarsamt er að halda úti öflugu knattspyrnuliði, svo ekki sé talað um úti á landi og í efstu deild. Það er því mikill fengur að VÍS sjái sér hag í vera bakhjarl okkar. Við gerum okkar besta til frambúðar að halda nöfnum beggja hátt á lofti."

Á myndinni handsala Gunnar Örn Arnarson frkvstj. Víkings, Auður Björk Guðmundsdóttir frkvstj. Sölu- og þjónustusviðs VÍS og Jónas Gestur Jónasson formaður knattspyrnudeildar Víkings samninginn.

Olafsvik_web

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10