Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

22.02.2013 11:00

Sigur á Fjölni í Fjárhúsinu

21. febrúar 2013
Fyrsti hluti kláraði dæmið.Byrjunarliðin.
Snæfell: Jón Ólafur, Pálmi Freyr, Sigurður Þorvalds, Ryan Amoroso, Jay Threatt.
Fjölnir: Chris Smith, Isacc Miles, Magni Hafsteins, Arnþór Freyr, Tómas Heiðar.

Snæfell komst í 7-0 strax í upphafi og Fjölnismenn voru óákveðnir í sínum leik og Snæfell bætti í 17-2 með góðum varnarleik og of auðveldum sóknarleik. Fjölnir hitti illa og voru alveg á hælunum í sóknum sínum og alls ekki sannfærandi varnarleikur einnig í þessari baráttu, ef menn ætla að vera áfram með í baráttunni í efstu deild. Þetta gerði allan leik Snæfells auðveldari en þeir fóru með krafti í upphaf leiksins og börðust vel og voru yfir 29-9 eftir fyrsta hluta.

Fjölnir rankaði aðeins við sér og þeir skoruðu næstu 9 stig á tveimur mínútum og leikur þeirra glæddist eilítið með Chris Smith í fararbroddi en Björgvin og Róbert voru að leika vel líka. Snæfell hns vegar voru búnir að koma sér þokkalega fyrir í bílstjórasætið og leidu 44-27 þar sem Pálmi, Ryan og Nonni leiddu í skoruðum stigum en liðsheildin var var mjög sannfærandi stjórnað af Jay Threatt. Snæfell leiddi áfram með 20 stigum í hálfleik 56-36.

Ryan Amoroso var kominn með 16 stig og 9 fráköst, Pálmi 11 stig og Jay 10 stig fyrir Snæfell. Hjá Fjölni var Chris Smith kominn með 13 stig, Arnþór og Róbert sín hvor 6 stigin.

Leikurinn var orðinn jafnari þó sami 20 stiga munur væri á liðunum og Snæfell gaf örlítið eftir og virtust vandræðalausir en sýndu stundum værukærð þrátt fyrir forystu og leiddu 77-61 eftir þriðja hluta.
Leikurinn var svo sem ekki bitmikill og öngvar kaflaskiptingar sveipuðu leikinn sem var spilaður í fjórða hluta næstum að því marki að klára hann og liðin skoruðu svotil á víxl. Það var fyrsti hluti sem drap þetta fyrir Snæfell og eftir það var jafnræði í leiknum. Pálmi lék sér að druta þristum í lokin og kom Snæfelli í 100-75 og Snæfell keyrðu vel á síðustu mínúturnar. Snæfell sigraði sannfærandi 108 -77.

 

Snæfell: Ryan Amoroso 25/17 frák. Jay Threatt 21/6 frák/14 stoðs. Pálmi Freyr 17. Jón Ólafur 13/8 frák/4 stoðs. Sveinn Arnar 11/4 frák. Ólafur Torfason 8/4 frák. Stefán Karel 6. Sigurður Þorvaldsson 4/5 frák. Þorbergur Helgi 3. Tinni 0. Hafþór Ingi 0. Jóhann Kristófer 0.

Fjölnir: Christopher Smith 30/12 frák. Björgvin Hafþór 10/8 frák. Róbert Sigurðsson 8/6 frák. Isacc Miles 6. Gunnar Ólafsson 6. Tómas Heiðar 6. Arnþór Freyr 6. Ingvaldur Magni 5/4 frák. Hreiðar Bjarki 0. Smári 0. Sverrir Kári 0. Hjalti 0.

 

Tölfræði leiksins


Símon B Hjaltalín.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16