Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

14.02.2013 23:47

Blakmót í Stykkishólmi um helgina


Um helgina verður leikin önnur umferð 4. 5. og 6 deildar Íslandsmótsins í blaki kvenna í Stykkishólmi. Hingað eru að koma 22 blaklið og verður keppt frá 08:00 til 19:00 á laugardeginum og frá 08:00 til 15:00 á sunnudeginum.

Þið látið ykkur því ekkert bregða þó her af drottningum gangi hér um stræti og torg með hnéhlífar og svitabönd um helgina, talandi um hávarnir og smass. Snæfell er með lið í fjórðu deildinni og eigum við leiki á laugardag kl. 09:00, 11:00 og 15:00 og á sunnudag kl. 10:00 og 12:00. Snæfell er í öðru sæti í sinni deild og ætlar að leggja mátt sinn og megin í það að komst í fyrsta sætið eftir þetta mót.

Við erum klárlega með langflottasta hópinn á mótinu og við vitum að með samvinnu getum við tekið þetta alla leið og unnið deildina í þriðju umferð mótsins sem verður í mars! Liðið er búið að æfa vel í vetur þó við höfum misst leikmenn í löng veikindaleyfi, leyfi til að vera í þorrablótsnefnd og svo ýmis leyfi (sá flokkur er fyrir önnur leyfi en áður nefnd, og hafa nokkrir leikmenn nýtt sér hann).

En það er seigt í okkur og liðið búið að mæta vel á nýju ári og er klárt fyrir mót!

Endilega komið, fáið ykkur kaffi og kruðerí í sjoppunni okkar, og horfið á bestu íþrótt í heimi spilaða í íþróttahúsinu um helgina :)

Auk lið Snæfells eru Grundfirðingar með 2 lið sem taka þátt í mótinu


Meira...

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06