Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

14.02.2013 22:10

Konur óskast í knattspyrnu

Kvennalið Víkings Ólafsvík auglýsir eftir leikmönnum
Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskrift leikmannasamninga hjá Víkingi milli jóla og nýárs.
Mynd: Víkingur Ólafsvík
Síðastliðinn nóvember var meistaraflokkur Víkings Ólafsvík settur á laggirnar og hefur liðið nú æft saman í rúma tvo mánuði. Liðið er skipað ungum og efnilegum stelpum í bland við reyndari leikmenn sem hafa ákveðið að taka skóna niður af hillunni.

Nú er svo komið að liðið leitar að frekari liðsstyrk fyrir átök sumarsins en liðið mun leika í 1. deild kvenna á komandi leiktíð. Sem stendur er liðið án markmanns sökum þess að eini markvörður liðsins glímir við erfið meiðsli og ekki ljóst hvenær hún getur snúið aftur.

Mikill metnaður er til staðar og því um að ræða gott tækifæri fyrir stelpur sem vilja bæta sig sem knattspyrnukonur. Félagið skuldbindir sig til að útvega bæði atvinnu og húsnæði fyrir réttu einstaklingana.

Áhugasamir hvattir til að hafa samband við framkvæmdastjóra félagsins, Gunnar Örn Arnarson á netfönging goarnarson@gmail.com eða vikingurol@gmail.com

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/news/14-02-2013/kvennalid-vikings-olafsvik-auglysir-eftir-leikmonnum#ixzz2KujaHCQy

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16