Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

10.02.2013 16:02

Tap gegn KR

9. febrúar 2013
Snæfell slakaði á taumnumAfmælisstúlkan og Hólmarinn Björg Guðrún Einarsdóttir kom með KR stúlkurnar með sér í Stykkishólm í einn stórleik umferðarinnar. KR og Snæfell hafa unnið sinnhvorn heimaleikinn í vetur, í Hólminum 71-62 fyrir Snæfell og í Vesturbænum 93-67 fyrir KR og eru KR stúlkurnar 17+ í innbyrðisviðureign liðanna en eru í 4. sæti með 24 stig en Snæfell í 2. sæti með 32 stig fyrir leikinn í dag.Byrjunarliðin.
Snæfell: Kieraah Marlow, Hildur Björg, Hildur Sigurðardóttir, Alda Leif, Berglind Gunnarsdóttir.
KR: Helga Einarsdóttir, Guðrún Gróa, Shannon McCallum, Sigrún Sjöfn, Björg Guðrún.

Snæfell komst með góðum skotum í 8-2 og svo 11-4 með þristum frá Öldu Leif og Berglindi Gunnars og voru að leysa sóknir sínar mjög vel en KR voru örlítið á eftir í fráköstum og vörn. KR náði að koma og saxa á en Shannon McCallum kom þeim nær 15-12. Það var Shannon sem hélt uppi sóknum KR en hún hafði skorað 12 stig eftir fyrsta hluta þar sem Snæfell leiddi 25-21. Alda Leif hjá Snæfelli hafði sett 10 stig.

Það var skýfall í húsinu þegar Snæfell ringdi þristum frá Öldu Leif, Hildi Björg og Hildi Sig og komust þær í 36-21 strax í upphafi annar hluta og tóku 11-0 áhlaup á meðan KR kom engum vörnum við. Það var ekki fyrr en Snæfell fór að gera allskonar vitleysur í sóknum sínum og McCallum fór að halda áfram að skora hjá KR að þær komust aftur nær 36-31 og héldu sig ekki langt undan eða um 9 stigum 41-33 undir lok annars hluta. Hildur Björg smellti tveimur stigum á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks og Snæfell leiddi 43-35. Berglind Gunnarsdóttir fór úr axlarlið í leiknum og kom ekki meira við sögu.

Alda Leif var atkvæðamest Snæfellinga með 12 stig og Kieraah Marlow með 10 stig og 8 fráköst. Hildur Björg fylgdi fast á eftir með 9 stig og 5 fráköst. Í liði KR var Shannon McCallum allt í öllu og það gerðist lítið ef hún skoraði ekki fyrir þær og var komin með 22 stig og 4 fráköst, næst var Helga Einarsdóttir með 5 stig.

Sigrún Sjöfn minnti á sig þegar hún lagaði stöðuna 43-40 með þrist og forksot Snæfells hafði verið étið upp þar sem KR hafði náð 2-10 í upphafi þriðja hluta og bullandi séns hjá báðum liðum 45-45 en Snæfell voru að missa boltann of oft. KR komst yfir 47-48. KR leiddi eftir þriðja fjórðung 54-56 en McCallum, sem fyrr, sú sem þurfti að stoppa fyrir Snæfell en hún var komin með 33 stig.

Snæfellsstúlkur hentu frá sér tækifærum og KR komst í 54-65 í upphafi fjórða hluta og settust í bílstjórasætið en Snæfell hættu einfaldlega að hitta og taka góð skot. McCallum smellti einum þrist á skotflautu 56-68 og þyngdi róður heimastúlkna sem höfðu gert sér erfitt fyrir með að slaka á varnarleiknum og leiknum almennt. KR sigraði með sterkum leik í seinni hálfleik 64-72.

Það má segja frekar að Shannon McCallum hafi séð um Snæfell í þessum leik með 45 stig, 11 fráköst og 7 stolna bolta en KR náði stoppa vörninni þrátt fyrir að varnarleikurinn hafi alls ekki verið eitthvað góður. Maður veltir því fyrir sér hvort McCallum sé með svona lélegann umboðsmann því hún er nokkrum hæðum ofar en aðrir. Snæfellsstúlkur hins vegar hentu þessu frekar frá sér í seinni hálfleik með allt öðrum leik en í þeim fyrri og þurfa að hugsa um það.

Snæfell: Alda Leif 20/9 frák/5 stoðs. Hildur Sigurðardóttir 14/11 frák/3 stoðs. Kieraah Marlow 13/13 frák. Hildur Björg 11/5 frák. Berglind Gunnarsdóttir 3/5 stoðs. Rósa Kristín 3. Silja Katrín 0. Aníta Rún 0. Sara Sædal 0. Brynhildur Inga 0.

KR: Shannon McCallum 45/11 frák/3 stoðs/7 stolnir. Sigrún Sjöfn 10/9 frák. Helga Einarsdóttir 7/4frák. Guðrún Gróa 6/10 frák. Björg Guðrún 2/3 frák/3 stoðs. Hrafnhildur Sif 2. Anna María 0. Rannveig Ólafs 0. Sara Mjöll 0. Salvör Ísberg 0.


Tölfræði leiksins

 

Símon B. Hjaltalín.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 324
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294800
Samtals gestir: 253651
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:07:57
Flettingar í dag: 324
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294800
Samtals gestir: 253651
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:07:57