Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

08.02.2013 17:16

Frjálsíþróttaæfing á Akranesi

Kæru iðkendur og foreldrar!


Fyrsta samæfing ársins á vegum SAMVEST-samstarfsins verður haldin á Akranesi laugardaginn 9. febrúar nk.


Æfingin:

  • fer fram í Akraneshöllinni (við hliðina á sundlauginni) Jaðarsbökkum
  • er fyrir þátttakendur 10 ára (árgangur 2003) og eldri 
  • hefst kl. 10.00 - lýkur kl. 12.00
  • er í höndum þjálfara á starfssvæðinu okkar

Krakkarnir fá ávexti að lokinni æfingu, en annars er reiknað með að þau hafi með sér nesti. 


Að lokinni æfingu er stefnt að sundferð - frjálsíþróttaráð borgar fyrir krakkana.


Það sem þarf að hafa með: 

  • æfingaföt - muna HSH-bolina J
  • innanhússskór eða þægilegir íþróttaskór
  • hlý föt  til að smeygja sér í, á milli æfinga  - Athugið að það er kalt í Akraneshöllinni!
  • sundföt
  • nesti

Okkur langar að kanna hvaða krakkar hafa áhuga á að mæta - og líka hvort einhverjir foreldrar hafa tök á að keyra.

Endilega látið Kristínu Höllu vita sem fyrst í síma 899 3043 eða netfangið kh270673@gmail.com

 

Með frjálsíþróttakveðju,

Frjálsíþróttaráð UMFG / SAMVEST samstarfið

5. febrúar 2013

Skrifað af Björgu

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16