Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

15.12.2012 15:26

Víkingur Ólafsvík fékk heiðursverðlaun Tinds árið 2012

Heiðursverðlaun Tinds 2012Víkingur Ólafsvík hlotnaðist sá mikli heiður í dag að fá heiðursverðlaun Tinds bókaútgáfu fyrir að hafa náð athyglisverðum árangri í knattspyrnu árið 2012. Verðlaunin voru veitt í tilefni af útgáfu bókarinnar íslensk knattspyrna 2012 en þetta er í 32. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.

Er þetta í fimmta skipti sem heiðursverðlaunin eru veitt en Katrín Jónsdóttir tók fyrst við þeim árið 2008 fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins. Það voru þeir Ejub Purisevic og Gunnar Örn Arnarson sem veittu verðlaununum viðtöku úr höndum Víðis Sigurðssonar höfundar bókarinnar nú síðdegis.

En eins og allir þekkja þá náðu ÓlafsVíkingar þeim glæsilega árangri að vinna sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögunni. Ólafsvík er einn af minnstu bæjum frá upphafi til að eignast lið í efstu deild og þar hefur átt sér stað mikið ævintýri í fótboltanum á undanförnum árum. Þetta byrjaði allt fyrir 10 árum þegar Ejub Purisevic fór vestur og tók við liði sem var við botninn á neðstu deild. Ejub er ennþá fyrir vestan og núna er hann kominn með Ólafsvíkurliðið í hóp þeirra bestu á landinu. Að baki hans hefur starfað geysilega öflugur og samstilltur hópur manna sem nú uppskera laun erfiðisins  og fá að spreyta sig á því að taka á móti öllum stærstu liðum landsins á Ólafsvíkurvelli næsta sumar. Víkingarnir eru vel að þessum verðlaunum komnir. Sagði Víðir áður en hann afhenti Ejub og Gunnari verðlaunin í dag.

Að launum fékk félagið glæsilegan bikar og tvö eintök af bókinni íslensk knattspyrna 2012 sem staðsett verða á skrifstofu Víkings frá og með morgundeginum.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22