Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

15.12.2012 15:20

Tap gegn toppliði Þórs.

Toppslagur í Stykkishólmi þar sem Þór frá Þorlákshöfn kom í heimsókn og hafa þeir aldrei farið með sigur úr Hólminum í deildarleik. Átti það eftir að breytast í kvöld? Það var hin stóra spurning sem menn spurðu sig að,s en liðin með 14 stig hvort fyrir leikinn, Þórsarar í efsta sætinu og Snæfell í þriðja.

Byrjunarliðin.
Snæfell: Jón Ólafur, Asim McQueen, Pálmi Freyr, Hafþór Ingi, Jay Threatt.
Þór Þ: Ben Smith, David Jackson, Grétar Ingi, Guðmundur Jónsson, Darri Hilmarsson.

Það var þriggja stiga veisla í upphafi þar sem Grétar Ingi setti tvo fyrir Þór sem kom þeim nær eftir að Snæfell komst í 6-0 en Nonni Mæju svaraði með einum til 9-6 og Pálma Frey langaði líka en fékk einungis tvö stig 11-6. Snæfell voru harðir varnarlega en Þórsarar skildu menn meira eftir fría. Grétar hélt sínum mönnum við efnið með þristum og setti sinn þriðja þegar staðan varð 17-13. Darrel Flake kom Þór yfir 19-20. Lítið flautað og gott flæði í leiknum þar sem prúðmennskan var til staðar í fyrsta hluta þar sem Snæfell leiddi naumt 23-22.

Eftir að Óli Torfa hafði sett sitt mark á leikinn hjá Snæfelli leiddu þeir 35-27 en Asim McQueen var sterkur í teignum. David Jackson var drjúgur í Þórsliðinu og voru þeir einnig komnir langt á framlagi Grétars. Vörn Þórsara styrktist og náðu þeir Snæfelli 36-35 og leikurinn varð hraðari fyrir vikið. 38-41 varð staðan eftir svakaflottann þrist frá Baldri Þór en Darri Hilmars hafði jafnað 38-38 með einum slíkum langt utan af landi. Liðin skiptust á skori en Darri sótti einn í kistuna og smellti honum fyrir þremur í netið 44-46. Staðan í hálfleik var 44-48 fyrir Þór en títtnefndur Darri hafði farið hamförum síðustu mínúturnar.

Hjá Snæfelli voru Asim McQueen og Jay Threatt komnir með 11 stig hver og Nonni Mæju 9 stig. Hjá Þór var Grétar Ingi með 11 stig og David Jackson 10 stig en Darri Hilmar var kominn með 8 stig.

Þórsarar komust með látum úr 57-58 í 57-63 forskot. Með þristum frá Hafþóri og Pálma komust Snæfell til baka 66-67 og virtust laga til í varnarleiknum hjá sér en svo var ekki þegar Þórsarar áttu svo næsta kafla 10-0 þar sem Darri Hilmars og Benjamin Smith smelltu sínum hvoru þristum en Darrel Flake átti augnablik leiksins þegar hann á lokasekúndum þriðja hluta smellti miðjuskoti niður og braut Jay Threatt á honum, staðan varð 66-77 fyrir Þór fyrir síðasta fjórðunginn.

Þór voru þarna búnir að skora 13 af 20 þriggja stiga skotum með 65% nýtingu. Þór voru yfir 70-83 þegar Snæfell tók leikhlé og ræddi málin. Nonni Mæju og Siggi Þorvalds settu niður stóru skotin til að reyna að saxa á en munurinn hélst um 9-10 stig 78-87. Mikil barátta var undir lokin og þegar rétt rúm mínúta var eftir var staðan 85-91. Nonni Mæju fór þá útaf með 5 villur. Snæfell náði með pressu stöðunni niður í 89-93 og svo 92-95 þegar 7 sekúndur voru eftir. Snæfell braut með 3 sekúndur eftir og Guðmundur Jónsson setti bæði niður og Þórsarar fóru með tvö stig úr Hólminum í fyrsta sinn 92-97 og halda toppsætinu yfir hátíðarnar.

Snæfell: Asim McQueen 22/15 frák. Jay Threatt 20/4 frák/8 stoðs. Jón Ólafur 19/7 frák. Pálmi Freyr 10. Sigurður Ágúst 7. Hafþór Ingi 6. Ólafur Torfason 6/5 frák. Stefán Karel 2. Tinni Guðmunds 0. Óttar 0. Kristófer 0.

Þór Þ: Benjamin C Smith 23/7 stoðs. David Jackson 22//9 frák. Grétar Ingi 14/4 frák. Guðmundur Jónsson 12/3 frák/3 stoðs. Darri Hilmarsson 12/3 frák/3 stoðs.  Darrel Flake 7/6 frák. Baldur Þór 7. Davíð Arnar 0. Emil Karel 0. Halldór Garðar 0.

Símon B. Hjaltalín.

 


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2363
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292836
Samtals gestir: 253535
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:57:24
Flettingar í dag: 2363
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292836
Samtals gestir: 253535
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:57:24